Skráningu lýkir í kvöld á Íslandsmót barna og unglinga
Íslandsmót barna- og unglinga 2024 fer fram á félagssvæði Harðar í Mosfellsbæ dagana 17. – 21. júlí.
Undirbúningur er hafinn og gerum við ráð fyrir virkilega skemmtilegu móti. Keppt verður í hefðbundnum greinum en einnig verður boðið uppá gæðingakeppni.
Keppt verður í Gæðingalist en það var samþykkt á síðasta Landsþingi skráning í sportfeng fer í gegnum Fimikeppni A.
Skráningarfrestur er til og með 11.júlí þannig að skráningu lýkur í kvöld. Skráningargjöld er 10.000-kr en 7.000 kr. fyrir skeiðgreinar 7.000-kr og 2.000 kr. fyrir pollatölt.
Keppt verður í eftirfarandi greinum:
- Barnaflokkur:
- Tölt T3
- Fjórgangur V2
- Slaktaumatölt T4
- Gæðingalist
- Unglingaflokkur:
- Tölt T1
- Fjórgangur V1
- Fimmgangur F2
- Slaktaumatölt T4
- 100 m skeið
- Gæðingaskeið
- Gæðingalist
- Gæðingakeppni – Gestagrein (ekki keppt um Íslandsmeistaratitil)
- Gæðingatölt barna – Gestagrein (ekki keppt um Íslandsmeistaratitil)
- Gæðingatölt unglinga – Gestagrein (ekki keppt um Íslandsmeistaratitil)
- Pollatölt