Íslandsmót barna- og unglinga hefst á morgun

  • 16. júlí 2025
  • Fréttir

Vel heppnað Íslandsmót barna- og unglinga fór fram í Sörla árið 2021 og má búast við því sama í ár.

Íslandsmót barna- og unglinga hefst á morgun, fimmtudaginn 17.júlí en mótið fer fram á glæsilegu svæði Hestamannafélagsins Sörla í Hafnarfirði. Á mótinu er bæði keppt í hefðbundnum greinum íþróttakeppninnar auk gæðingakeppni, mikill fjöldi skráninga er á mótið og eru það alls 314 pör sem skráð eru til leiks og koma þeir knapar víðsvegar af á landinu.

Dagskráin næstu daga verður þéttskipuð frá morgni til kvölds og verður enginn áhorfandi svikinn af því að gera sér ferð í Hafnafjörðinn til að fylgjast með frábærum knöpum og hestum.

Á vef LH segir m.a. um mótið

Dagskrá hefst á morgun fimmtudag klukkan 8:30 með keppni í fjórgangi V1 unglinga sem eru tæplega 70 talsins í rásröðinni, og þar á eftir er fjórgangur V1 í barnaflokki. Dagskrá fimmtudags endar svo á Gæðingatölti í barna- og unglingaflokki. Á föstudaginn hefst dagurinn á fimmgangi unglinga, T4 barna og svo unglinga, T3 barna, T1 unglinga og að lokum gæðingaskeið unglinga. Á laugardag er það svo gæðingakeppnin sem ræður ríkjum ásamt b-úrslitum í hinum ýmsu greinum og svo á sunnudag er 100 m skeið og a-úrslit í öllum greinum.

Hægt er að fylgjast með dagskrá og niðurstöðum frá mótinu á HorseDay appinu.

 

Nýjasta tölublað

Tengdar greinar