Íslandsmót Íslandsmót fullorðinna og ungmenna verður á Selfossi

  • 8. júní 2023
  • Fréttir
Skráning er hafin og stendur til 20 júní

Íslandsmót fullorðinna og ungmenna í hestaíþróttum verður haldið á Selfossi í sumar en Hestamannafélagið Sleipnir heldur mótið á Brávöllum dagana 28.júní – 2.júlí. Rétt til þáttöku eiga þau pör sem lágmörkum hafa náð í hverri grein sem nást hafa á þessu ári.

Pör sem náð hafa lágmörkum í hringvallagreinum í fullorðinsflokki og ungmennaflokki hafa heimild til að taka þátt á mótinu. Lágmörk gilda einnig um skeiðgreinar, 100m, 150m, 250m og gæðingaskeiði.

Í fyrsta sinn verður boðið uppá Gæðingalist á Íslandsmóti og eru það fyrstu 15 sem ná skráningu

Það styttist heldur betur í hestaveislu og besti hestakostur landsins mun safnast saman og etja kappi og eflaust nokkur pör sem munu fara fyrir Íslandshönd og keppa á Heimsmeistaramótinu sem haldið er í Hollandi í ágúst.

Skráning er hafin og stendur til 20 júní. Skráningagjald í hverja grein eru 15.000kr. Skráning fer fram í sportfeng og velja þarf Sleipnir sem mótshaldara.

Þau lágmörk sem pör skulu hafa náð eru eftirfarandi;

F1 – Fullorðnir 6.80
F1 – Ungmenni 6,10
V1 – Fullorðnir 7,00
V1 – Ungmenni. 6,50
T1 – Fullorðnir. 7.40
T1 – Ungmenni. 6,60
T2 – Fullorðnir. 7,00
T2 – Ungmenni 6,20
PP1 – Fullorðnir 7,10
PP1 – Ungmeni 5,90
P2 100m – Fullorðnir 7,9 sek
P2 100m – Ungmenni 9,0 sek
P3 150m – Opinn flokkur 15,00 sek
P3 1500m – Ungmenni 17,00 sek
P1 250m – Opinn flokkur 24,50 sek
P1 250m – ungmenni 26,00 sek
Gæðingalist – Fullorðnir – Fyrstu 15 sem skrá.
Gæðingalist – Ungmenni – Fyrstu 15 sem skrá.

Nýjasta tölublað

Tengdar greinar