Íslendingar í minni hluta
Á heimasíðu FEIF er að finna lista yfir þá knapa sem alþjóðlegir íþróttadómarar hafa nefnt sérstaklega sem fyrirmyndir um góða og sanngjarna reiðmennsku (e.Good & harmonius riding) í ár. Það er mikill heiður að vera tilnefndur á þennan lista og ætti að vera keppikefli knapa að komast á hann.
Athygli vekur að íslendingar eru í miklum minnihluta á þessum lista. Greinarhöfundar dregur þá ályktun að það sé ekki vegna þess að þeir sýni ekki fallega reiðmennsku, heldur frekar það að dómarar erlendis eru duglegri við að tilnefna knapa á listann. Það mættu þeir alþjóðlegir dómarar sem dæma hér á landi taka sér til fyrirmyndar og tilkynna um það þegar þeir sjá slíkan samhljóm í reiðmennsku að aðdáun vekur.
Þeir íslensku knapar sem á listanum eru eftirfarandi:
Jóhann Rúnar Skúlason, Henna Johanna Siren, Glódís Rún Sigurðardóttir, Guðmunda Ellen Sigurðardóttir, Arnar Heimir Lárusson, Védís Huld Sigurðardóttir, Jón Ársæll Bergmann, Harpa Dögg Bergmann Hreiðarsdóttir og Dagur Sigurðarson.
Glódís hefur verið á þessum lista sex sinnum áður, Jóhann Rúnar Skúlason fimm sinnum, Védís Huld Sigurðardóttir tvisvar áður og Jón Ársæll einu sinni áður. Aðrir af íslensku knöpunum eru tilnefndir þar í fyrsta skipti.
Skoða má þennan lista í heild sinni með því að smella hér.