Íslensk stjórnvöld fengu áminningu frá ESA

  • 10. maí 2023
  • Fréttir
Blóðtaka úr merum uppfyllir ekki EES reglur að mati Eftirlitsstofnunar EFTA

ESA, eftirlitsstofnun EFTA hefur sent íslenskum stjórnvöldum formlega áminningu um starfsemi er varðar blóðtöku úr hryssum. Telur ESA að með reglum um blóðtöku úr fylfullum merum séu íslensk stjórnvöld að brjóta gegn reglum Evrópska efnahagssvæðisins um vernd dýra sem notuð eru í vísindaskyni.

ESA ákveður að senda áminningarbréfið eftir að hafa borist sautján kvartanir um að hér sé verið að brjóta gegn reglum EES. Kvartanirnar bárust frá félagasamtökum í Belgíu, Kanada, Danmörku, Þýskalandi, Íslandi, Ítalíu, Hollandi, Póllandi, Sviss og Bandaríkjunum.

Reglugerð um blóðtökuna sem matvælaráðuneytið gaf út í ágúst í fyrra jók enn á réttaróvissu um blóðtökuna, segir í tilkynningu ESA. Einnig kemur fram í tilkynningu ESA að íslensk stjórnvöld hafi tvo mánuði til að svara þessari áminningu sem er upphaf að hugsanlegri málsókn ESA gegn íslenskum stjórnvöldum.

Nýjasta tölublað

Tengdar greinar