Íslenska landsliðið klárt

Íslenska landsliðið fyrir Heimsmeistaramótið í Hollandi nú í ágúst er klárt. Liðið var tilkynnt nú rétt í þessu í sýningarsal Bílaumboðsins Öskju.
Ríkjandi heimsmeistarar:
- Benjamín Sandur Ingólfsson og Júní frá Brúnum – Fimmgangur F1, gæðingaskeið PP1 og töltgrein
- Guðmundur Björgvinsson – Brimar frá Varmadal gæðingaskeið en hestur gæti breyst.
- Teitur Árnason og Drottning frá Hömrum II – 100 m. Skeið og varahestur Njörður frá Feti slaktaumatölt T2
Fullorðnir:
- Elvar Þormarsson og Fjalladís frá Fornusöndum – Gæðingaskeið PP1
- Jóhanna Margrét Snorradóttir og Bárður frá Melabergi – Fjórgangur V1 og tölt T1
- Hans Þór Hilmarsson og Jarl frá Þóroddsstöðum – 250m. og 100 m. skeið
- Ingibergur Árnason og Sólveig frá Kirkjubæ – 250m. og 100 m. skeið
- Páll Bragi Hólmarsson og Vísir frá Kagaðarhóli – Fjórgangur V1 og tölt T1
- Sara Sigurbjörnsdóttir og Flóki frá Oddhóli – Fimmgangur F1
- Þorgeir Ólafsson og Goðasteinn frá Haukagili, Hvítársíðu – Fimmgangur F1, tölt T1 og gæðingaskeið PP1
Ungmenni:
- Benedikt Ólafsson og Leira-Björk frá Naustum III – Gæðingaskeið PP1
- Glódís Rún Sigurðardóttir og Salka frá Efri-Brú – Fimmgangur F1
- Herdís Björg Jóhannsdóttir og Kvarði frá Pulu – Tölt T1
- Jón Ársæll Bergmann og Frár frá Sandhól – Fjórgangur V1 og tölt T1
- Sigríður Ingibjörg Einarsdóttir og Ylfa frá Miðengi – 250m. skeið og 100 m. skeið
Kynbótahross:
Hryssur:
- 5 vetra – Ársól frá Sauðanesi 8.51
- 6 vetra – Hrönn frá Fákshólum 8.55
- 7 vetra og eldri – Katla frá Hemlu II 8.79
Stóðhestar:
- 5 vetra – Höfði frá Bergi 8.35
- 6 vetra – Geisli frá Árbæ 8.49
- 7 vetra og eldri – Hersir frá Húsavík 8.62