Íslensku þátttakendurnir í FEIF Youth Cup farnir til Sviss
Það var mikil eftirvænting í loftinu í Íþróttamiðstöðinni í Laugardalnum í morgun þegar íslensku þátttakendurnir í FEIF Youth Cup hófu för sína til Sviss en FEIF youth cup fer fram dagana 13. til 20. júlí í Münsingen í Sviss.
Þátttakendur frá Íslandi eru:
Bjarndís Rut Ragnarsdóttir Sörla
Erla Rán Róbertsdóttir Sörla
Hulda Ingadóttir Spretti
Magnús Rúnar Traustason Jökli
Sóley Lóa Smáradóttir Fáki
Steinunn Anna Gunnlaugsdóttir Sörla
Fararstjóri íslenska hópsins er Dagbjört Hulda Guðbjörnsdóttir og liðstjórar frá Íslandi eru þær Elísabet Jóhannsdóttir og Rakel Katrín Sigurhansdóttir sem verða einnig öðrum liðum innan handar.