Landsamband hestamanna Ísólfur Líndal er ný landsliðsþjálfari Íslands

  • 9. desember 2025
  • Fréttir

Sigurbjörn Eiríksson, formaður landsliðsnefndar og Ísólfur Líndal Þórisson landsliðsþjálfari Íslands í hestaíþróttum

Landssamband hestamanna hefur nú tilkynnt að Ísólfur Líndal Þórisson hefur verið ráðinn í stöðu landsliðsþjálfara Íslands. Ísólfur er hestamönnum víða um heim að góðu kunnur og hefur náð frábærum árangri á keppnisbrautinni í ýmsum greinum.

Ísólfur útskrifaðist sem reiðkennari frá Hólaskóla árið 2005 og hefur starfað við kennslu allar götur síðan. Hann hlaut titilinn gæðingaknapi ársins 2013 og var valinn reiðkennari ársins hjá LH árið 2020. Í dag starfar hann við kennslu við Háskólann á Hólum samhliða hrossarækt og tamningum á Staðarhofi í Skagafirði.

Fram undan eru fjölbreytt verkefni hjá landsliðinu, þar á meðal undirbúningur fyrir Norðurlandamótið 2026 og Heimsmeistaramótið 2027. Nýr landsliðshópur verður kynntur á nýju ári og bíður Ísólfi þannig spennandi verkefni við að móta liðið fyrir komandi stórmót.

Nýjasta tölublað

Tengdar greinar