Ísólfur ráðinn sem aðstoðarþjálfari A-landsliðshópsins

  • 23. janúar 2022
  • Fréttir
Þjálfarateymi landsliðsins eflist

Ísólfur Líndal Þórisson hefur verið ráðinn aðstoðarþjálfari A-landsliðshóps Landssambands hestamannafélaga.

Í tilkynningu LH kemur fram; „Ísólfur útskrifaðist sem reiðkennari frá Hólaskóla 2005, hlaut reiðkennsluverðlaun Hólaskóla það ár og er starfandi reiðkennari við Háskólann á Hólum.

Ísólfur hefur verið í toppbaráttunni á Landsmótum, Íslandsmótum og Meistaradeildum sunnan og norðan heiða í mörg ár. Hann var kjörinn gæðingaknapi ársins 2013 og reiðkennari ársins hjá LH 2020. Hann er stofnandi og eigandi kennslusíðunnar isoonline.is.

Ísólfur er metnaðarfullur liðsmaður sem leggur mikla áherslu á jákvæða og uppbyggilega nálgun við þjálfun knapa og hesta.“

Nýjasta tölublað

Tengdar greinar