Ísteka ráðgerir að tvöfalda framleiðslu sína á næstu árum

  • 25. nóvember 2021
  • Fréttir

Mynd tengist fréttinni ekkert.

Tillaga að starfsleyfi fyrir Ísteka ehf á vef Umhverfisstofnunnar

Á vef Umhverfisstofnunnar er til kynningar tillaga að starfsleyfi fyrir Ísteka ehf. Ísteka ehf ráðgerir að auka framleiðslu sína um 100% á næstu árum eða fara úr 10 kg á ári af lyfjaefni í 20 kg af lyfjaefni á ári. Efnið yrði unnið úr allt að 600 tonnum af blóði úr hryssum. Ísteka er í dag með rúmlega 5.000 hryssur í starfsemi sinni og þyrfti því að minnsta kosti að tvöfalda hryssu fjöldann, rúmlega 10.000 hryssur þyrfti í starfsemina.

Ef við setjum upp mjög einfalt reikningsdæmi. Gerum ráð fyrir að 1 l. af blóði sé 1 kg. og tekið sé að meðaltali 40 lítrar úr einni hryssu. Þá þyrfti 15.000 hryssur til að skila 600 tonnum af blóði. (15.000X40 = 600.000).

 

Nýjasta tölublað

Tengdar greinar