Ístölt á Rauðavatni um helgina
Laugardaginn 10. janúar ætlar hestamannafélagið Fákur að bjóða upp á ístölt á Rauðavatni með þeim fyrirvara að veður verði hagstætt og næg þátttaka næst. Opið er fyrir skráningu til kl 18:00 föstudaginn 9.janúar! Mótið er opið öllum hestamönnum óháð hestamannafélagi
Keppt verður í eftirfarandi flokkum og í þessari röð:
- Unglingaflokkur
- Ungmennaflokkur
- Flokkur 2 minna vanir keppnismenn
- Flokkur 1 meira vanir keppnismenn
Sýnt verður hægt tölt og frjáls ferð.
Skráning fer fram í skjali hér með því að smella HÉR. Stofnuð verður krafa á keppendur í heimabanka en skráningargjald er 2.000 kr.
Ístölt á Rauðavatni um helgina
Árni Svavarsson á Hlemmiskeiði látinn
Fréttatilkynning frá stjórn Suðurlandsdeildar