Landsamband hestamanna Íþróttaknapi ársins

  • 8. nóvember 2025
  • Fréttir
Margfaldur Íslandsmeistari og eftirtektarverður árangur

Íþróttaknapi ársins 2025 er Ásmundur Ernir Snorrason en valið var kunngjört rétt í þessu á Uppskeruhátíð Landssambands hestamannafélaga sem haldin er í Gamla bíó. Í tilkynningu frá Landssambandinu kemur fram:

„Ásmundur varð Íslandsmeistari í fjórgangi og samanlögðum fjórgangsgreinum á Hlökk frá Strandarhöfði, samanlagður Íslandsmeistari í fimmgangsgreinum á Aski frá Holtsmúla ásamt því að sigra fjölda greina á Reykjavíkurmeistaramóti. Hann náði þeim eftirtektarverða árangri á Hlökk að ríða oftar en einu sinni yfir 9 í meðaleinkunn bæði í tölti T1 og slaktaumatölti T2 á árinu.“

Eiðfaxi óskar Ásmundi innilega til hamingju með árangur ársins!

Aðrir tilnefndir voru:
  • Aðalheiður Anna Guðjónsdóttir
  • Árni Björn Pálsson
  • Helga Una Björnsdóttir
  • Jakob Svavar Sigurðsson

Nýjasta tölublað

Tengdar greinar