Jakob Svavar Sigurðsson er knapi ársins

  • 18. desember 2020
  • Fréttir

Jakob Svavar Sigurðsson á Konsert frá Hofi á Reykjavíkurmeistaramóti í sumar. Mynd: Henk Peterse

Jakob Svavar Sigurðsson er knapi ársins 2020 en valið var kunngjört rétt í þessu í höfuðstöðvum LH í Laugardal. Jakob átti gott ár á bæði keppnisbraut og kynbótavelli og sýnir ávallt prúða og fagmannlega reiðmennsku.

Einnig voru knapar ársins í eftirtöldum greinum valdir:

  • Efnilegasti knapi ársins – Glódís Rún Sigurðardóttir
  • Íþróttaknapi ársins – Ragnhildur Haraldsdóttir
  • Gæðingaknapi ársins – Hlynur Guðmundsson
  • Kynbótaknapi ársins – Árni Björn Pálsson
  • Skeiðknapi ársins – Konráð Valur Sveinsson

Keppnishestabú ársins var valið Árbæjarhjáleiga 2, Kristinn Guðnason og Marjolijn Tiepen.

Eiðfaxi óskar öllum þessum verðlaunahöfum innilega til hamingju með árangur ársins!

Nýjasta tölublað

Tengdar greinar