Hestamannafélagið Léttir Jóhann og Guðmundur voru sigursælir

  • 22. mars 2025
  • Fréttir
Í gærkvöldi fór fram annað mót í Líflandsdeild Léttis en keppt var í slaktaumatölti. 

Jóhann Svanur Stefánsson vann T4 á Stormi frá Feti með 6,54 í einkunn. Rakel Eir Ingimarsdóttir varð önnur á Seim frá Glæsibæ 2 með 6,25 í einkunn og þriðja Elena Niederfuhr á Hirti frá Hveragerði með 6,00

Guðmundur Karl Tryggvason vann T2 á Blædísi frá Króksstöðum með 6,96 í einkunn. Ágústa Baldvinsdóttir varð önnur á Hagalín frá Efri-Rauðalæk með 6,71 í einkunn og í þriðja Atli Freyr Maríönnuson á Sif frá Staðarhofi með 6,50 í einkunn.

Það var lið Ilms sem var stighæst í slaktaumatöltinu með 45 stig en það voru þau Guðmundur Karl Tryggvaons, Klara Ólafsdóttir, Elena Niederfuhr og Svanur Stefánsson sem kepptu fyrir Ilm í kvöld.

Nánari niðurstöður er hægt að sjá á HorseDay appinu.

Nýjasta tölublað

Tengdar greinar