Landsmót 2024 Jóhanna, Hinrik og Sara sigurvegarar morgunsins

  • 8. júlí 2022
  • Fréttir
Niðurstöður úr a úrslitum í tölti, fimmgangi og fjórgangi

Þá er a úrslitum morgunsins lokið en keppt var í a úrslitum í slaktaumatölti, fjórgangi og fimmgangi. Nokkrar sviptingar voru í úrslitunum.

Efstur eftir forkeppni í slaktaumatölti var Jakob Svavar Sigurðsson á Kopari frá Fákshólum en þeim gekk aðeins brösulega á slaka taumnum sem kostaði þá efsta sætið í úrslitunum. Hinrik Bragason á Kveik frá Hrísdal sigldu þetta örugglega og enduðu með 8,33 í einkunn og gullið í hendi. Annar varð Teitur Árnason á Nirði frá Feti með 8,29 í einkunn og í þriðja sæti Ásmundur Ernir Snorrason á Hlökk frá Strandarhöfði með 8,17 í einkunn.

Fjórgangurinn fór svo að Jóhanna Margrét Snorradóttir á Bárði frá Melabergi tók efsta sætið af þeim Helgu Unu Björnsdóttur og Hnokka frá Eylandi en þau stóðu efst eftir forkeppni. Mjótt var þó á munum en Jóhanna Margrét hlaut 7,97 í einkunn og Helga Una 7,80. Jafnir í þriðja til fjórða sæti voru þeir Hákon Dan Ólafsson á Hátíð frá Hólaborg og Matthías Kjartansson á Aroni frá Þóreyjarnúpi.

Fimmganginn vann Sara Sigurbjörnsdóttir á Flóka frá Oddhóli með 7,83 í einkunn. Annar varð Ásmundur Ernir Snorrason á Ás frá Strandarhöfði með 7,45 í einkunn og þriðji varð Árni Björn Pálsson á Kötlu frá Hemlu II með 7,17 í einkunn.

A úrslit – Fimmgangur – Niðurstöður
Sæti Knapi Hross Aðildarfélag knapa Einkunn

1 Sara Sigurbjörnsdóttir Flóki frá Oddhóli Geysir 7,83
2 Ásmundur Ernir Snorrason Ás frá Strandarhöfði Geysir 7,45
3 Árni Björn Pálsson Katla frá Hemlu II Fákur 7,17
4 Kristófer Darri Sigurðsson Ás frá Kirkjubæ Sprettur 7,14
5 Gústaf Ásgeir Hinriksson Goðasteinn frá Haukagili Hvítársíðu Fákur 7,07
6 Þorgeir Ólafsson Íssól frá Hurðarbaki Borgfirðingur 6,69

A úrslit – Slaktaumatölt – Niðurstöður
Sæti Knapi Hross Aðildarfélag knapa Einkunn

1 Hinrik Bragason Kveikur frá Hrísdal Fákur 8,33
2 Teitur Árnason Njörður frá Feti Fákur 8,29
3 Ásmundur Ernir Snorrason Hlökk frá Strandarhöfði Geysir 8,17
4 Viðar Ingólfsson Eldur frá Mið-Fossum Fákur 7,88
5 Jakob Svavar Sigurðsson Kopar frá Fákshólum Dreyri 7,62
6 Mette Mannseth Blundur frá Þúfum Skagfirðingur 7,54

A úrslit – Fjórgangur – Niðurstöður
Sæti Knapi Hross Aðildarfélag knapa Einkunn

1 Jóhanna Margrét Snorradóttir Bárður frá Melabergi Máni 7,97
2 Helga Una Björnsdóttir Hnokki frá Eylandi Þytur 7,80
3-4 Hákon Dan Ólafsson Hátíð frá Hólaborg Fákur 7,77
3-4 Matthías Kjartansson Aron frá Þóreyjarnúpi Sprettur 7,77
5 Ragnhildur Haraldsdóttir Úlfur frá Mosfellsbæ Sleipnir 7,70
6 Sara Sigurbjörnsdóttir Fluga frá Oddhóli Geysir 7,60

 

B úrslit – Tölt – Niðurstöður
Sæti Knapi Hross Aðildarfélag knapa Einkunn
6 Kristín Lárusdóttir Strípa frá Laugardælum Kópur 8,39
7 Ragnhildur Haraldsdóttir Úlfur frá Mosfellsbæ Sleipnir 8,17
8 Hinrik Bragason Sigur frá Laugarbökkum Fákur 8,06
9 Helga Una Björnsdóttir Fluga frá Hrafnagili Þytur 8,00
10 Hekla Katharína Kristinsdóttir Lilja frá Kvistum Geysir 7,22

Nýjasta tölublað

Tengdar greinar