Jóhanna Margrét er Íþróttakona Reykjanesbæjar 2023

  • 21. janúar 2024
  • Fréttir

Jóhanna Margrét Snorradóttir úr hestamannafélaginu Mána var nú í dag valin Íþróttakona Reykjanesbæjar 2023.

Er þetta í fyrsta sinn sem hestamaður er valinn íþróttamaður Reykjanesbæjar. Jóhanna Margrét er vel að titlinum komin enda búin að sópa að sér verðlaunum og titlum á liðnu ári.

Innilegar hamingjuóskir með titilinn Hanna Magga.

G. Snorri Ólason var tilnefndur af stjórn hestamannafélagsins sem sjálfboðaliði Mána 2023 og fékk viðurkenningu af því tilefni.

Nýjasta tölublað

Tengdar greinar