Jóhanna Margrét fékk FT fjöðrina
![](https://eidfaxi.is/wp-content/uploads/2023/07/357996123_999155174592175_4667397931130032642_n-600x800.jpg)
Jóhanna Margrét Snorradóttir hlaut FT fjöðrina fyrir sýningar sínar á Bárði frá Melabergi í fjórgangi og tölti í meistaraflokki.
Það var Sylvía Sigurbjörnsdóttir, formaður FT, sem afhenti henni fjöðrina og við tilefnið var lesinn upp eftirfarandi texti;
„Verðlaunin eru veitt fyrir einstaka útgeislun knapa og hests.
Hesturinn sé sjálfberandi, sterkur og mjúkur. Reiðmennska
einkennist af samspili og léttleika.FT Fjöðrin er veitt á stærstu mótum keppnistímabilsins, Íslands- og Landsmótum.
Jóhanna Margrét Snorradóttir hlýtur FT fjöðrina fyrir sýningar sínar á Bárði frá Melabergi í fjórgangi og tölti meistara.
Stórkostleg útgeislun og glæsileiki einkenna þetta par. Það sópar að þeim þar sem þau koma fram. Reiðmennskan er frábær og þau dansa saman á vellinum sem eitt.
Jóhanna Margrét er fyrirmynd bæði innan vallar sem utan, kurteis og prúð.
Innilegar hamingjuóskir Jóhanna Margrét Snorradóttir þú ert
sannarlega vel að þessum verðlaunum komin.“