Íslandsmót Jóhanna Margrét fékk FT fjöðrina

  • 2. júlí 2023
  • Fréttir
Íslandsmót fullorðinna og ungmenna á Selfossi.

Jóhanna Margrét Snorradóttir hlaut FT fjöðrina fyrir sýningar sínar á Bárði frá Melabergi í fjórgangi og tölti í meistaraflokki.

Það var Sylvía Sigurbjörnsdóttir, formaður FT, sem afhenti henni fjöðrina og við tilefnið var lesinn upp eftirfarandi texti;

„Verðlaunin eru veitt fyrir einstaka útgeislun knapa og hests.
Hesturinn sé sjálfberandi, sterkur og mjúkur. Reiðmennska
einkennist af samspili og léttleika.

FT Fjöðrin er veitt á stærstu mótum keppnistímabilsins, Íslands- og Landsmótum.

Jóhanna Margrét Snorradóttir hlýtur FT fjöðrina fyrir sýningar sínar á Bárði frá Melabergi í fjórgangi og tölti meistara.

Stórkostleg útgeislun og glæsileiki einkenna þetta par. Það sópar að þeim þar sem þau koma fram. Reiðmennskan er frábær og þau dansa saman á vellinum sem eitt.

Jóhanna Margrét er fyrirmynd bæði innan vallar sem utan, kurteis og prúð.

Innilegar hamingjuóskir Jóhanna Margrét Snorradóttir þú ert
sannarlega vel að þessum verðlaunum komin.“

Nýjasta tölublað

Tengdar greinar