Jóhanna Margrét vann töltið

  • 18. júní 2023
  • Fréttir
Viðar Ingólfsson var Reykjavíkurmeistari í tölti T1 í meistaraflokki á Reykjavíkurmeistaramótinu

Þá er síðustu úrslitum lokið á Reykjavíkurmeistaramótinu og mótinu því formlega lokið.

Jóhanna Margrét Snorradóttir vann tölt T1 í meistaraflokki nokkuð örugglega en þau stefna ótrauð áfram að tryggja sér sæti í landsliðinu fyrir Heimsmeistaramótið í ágúst.

Jóhanna og Bárður hlutu 10 frá einum dómara fyrir hægt tölt í forkeppni. Hans, fréttamaður hjá RÚV, greip Jóhönnu eftir úrslitin og spurði hana útí það hvernig væri að hljóta 10 í einkunn; „Bárður hefur einstaka eiginleika á hægu tölti. Við áttum frábæra sýningu í forkeppninni og tilfinning var mjög góð. Algjör gæsahúð að fá 10 í einkunn,“ segir Jóhanna Margrét en þau Bárður mæta á Íslandsmót sem er eftir tvær vikur á Selfossi.

Jöfn í öðru sæti voru Jakob Svavar Sigurðsson á Tuma frá Jarðbrú og Helga Una Björnsdóttir á Flugu frá Hrafnagili en Jakob og Tumi unnu b úrslitin í gær.

Viðar Ingólfsson var Reykjavíkurmeistari í þessari grein og Jóhanna Margrét og Bárður samanlagðir sigurvegarar í fjórgangsgreinum.

Niðurstöður – A úrslit – Tölt T1 – Meistaraflokkur

Nr. 1
Jóhanna Margrét Snorradóttir – : Bárður frá Melabergi – Máni – 8,78
Gangtegund Dómari 1 Dómari 2 Dómari 3 Dómari 4 Dómari 5 Meðaltal
Hægt tölt 9,00 8,50 9,00 8,50 9,00 8,83
Tölt með hraðamun 9,00 9,00 9,00 8,50 8,50 8,83
Greitt tölt 9,00 9,00 8,50 8,50 8,00 8,67

Nr. 2-3
Jakob Svavar Sigurðsson –  Tumi frá Jarðbrú – Dreyri – 8,44
Gangtegund Dómari 1 Dómari 2 Dómari 3 Dómari 4 Dómari 5 Meðaltal
Hægt tölt 8,00 8,00 8,00 7,50 8,00 8,00
Tölt með hraðamun 8,50 8,50 8,50 8,50 8,50 8,50
Greitt tölt 9,00 8,50 8,50 9,00 9,00 8,83

Nr. 2-3
Helga Una Björnsdóttir –  Fluga frá Hrafnagili – Þytur – 8,44
Gangtegund Dómari 1 Dómari 2 Dómari 3 Dómari 4 Dómari 5 Meðaltal
Hægt tölt 8,50 8,00 7,00 8,00 8,00 8,00
Tölt með hraðamun 8,50 8,50 8,00 8,50 9,00 8,50
Greitt tölt 8,50 9,00 9,00 9,00 8,50 8,83

Nr. 4
Viðar Ingólfsson – Þór frá Stóra-Hofi – Fákur – 8,39
Gangtegund Dómari 1 Dómari 2 Dómari 3 Dómari 4 Dómari 5 Meðaltal
Hægt tölt 8,50 8,00 8,00 8,00 8,00 8,00
Tölt með hraðamun 9,00 8,00 8,50 7,50 8,00 8,17
Greitt tölt 9,00 9,00 9,00 9,00 9,00 9,00

Nr. 5
Teitur Árnason – Sigur frá Laugarbökkum – Fákur – 8,33
Gangtegund Dómari 1 Dómari 2 Dómari 3 Dómari 4 Dómari 5 Meðaltal
Hægt tölt 8,50 8,50 8,00 8,00 8,50 8,33
Tölt með hraðamun 8,50 8,50 8,00 7,50 8,50 8,33
Greitt tölt 8,50 8,50 8,00 8,00 8,50 8,33

Nr. 6
Páll Bragi Hólmarsson – Vísir frá Kagaðarhóli – Jökull – 8,28
Gangtegund Dómari 1 Dómari 2 Dómari 3 Dómari 4 Dómari 5 Meðaltal
Hægt tölt 9,00 8,50 8,50 8,50 9,00 8,67
Tölt með hraðamun 8,50 8,00 8,00 8,00 8,00 8,00
Greitt tölt 9,00 8,50 8,00 8,00 7,50 8,17

Nýjasta tölublað

Tengdar greinar