Jón Ársæll Bergmann hlaut hvatningarverðlaun

  • 3. desember 2023
  • Fréttir

Fagráðsstefna hrossaræktarinnar fór fram í dag í Félagsheimili Fáks í Víðidal. Þar voru hin ýmsu verðlaun veitt til knapa og ræktenda.

Sú nýlunda var í ár að sérstök hvatningarverðlaun voru veitt ungum knapa sem þótti standa sig vel á árinu á kynbótabrautinni. Þessi verðlaun eru kominn til þess að vera og eru mikill heiður fyrir þann er þau hlýtur, en það verða veitt af deild hrossabænda þegar tilefni þykir til.

Fyrstur til þess að taka við þessum verðlaunum er Jón Ársæll Bergmann. Hann vakti mikla athygli í sumar á kynbótabrautinni þar sem hann sýndi á faglegan hátt mörg góð hross.

Má þar að öðru ólöstuðum nefna hina 4. vetra Seytlu frá Íbishóli sem hann sýndi í 8,44 fyrir hæfileika, Viskusteinn sem er 5.vetra og hlaut m.a. 9,5 fyrir tölt og Díönu frá Bakkakoti sem hlaut 10 fyrir stökk og 9,5 fyrir brokk.

Fimm hæst dæmdu hrossinn sem Jón Ársæll sýndi í ár eru hér í töflu fyrir neðan.

Nafn Uppruni í þgf. Aðaleinkunn
Viskusteinn Íbishóli 8,32
Móeiður Vestra-Fíflholti 8,29
Seytla Íbishóli 8,27
Díana Bakkakoti 8,14
Óskamey Íbishóli 8,09

 

Nýjasta tölublað

Tengdar greinar