Jón Ársæll heimsmeistari í fimmgangi

  • 10. ágúst 2025
  • Fréttir

Jón Ársæll og Harpa frá Höskuldsstöðum þrefaldir heimsmeistarar Ljósmynd: Henk & Patty

Þórgunnur tók silfur

A-úrslit í fimmgangi ungmenna voru jöfn og spennandi. Fulltrúar Íslands í þeim úrslitum voru Jón Ársæll Bergmann á Hörpu frá Höskuldsstöðum og Þórgunnur Þórarinsdóttir á Djarfi frá Flatatungu. Auk þeirra voru þrír knapar frá Danmörk þær Palma Sandlau Jacobsen, Filippa Gram og Rebecca Hesselbjerg Taulborg. Fulltrúi Svíþjóðar og jafnframt sú sem hæsta einkunn hlaut í forkeppni var Tekla Petersson á Vatnadís från Noastallet.

Að loknum öllum gangtegundum voru þau Þórgunnur Þórarinsdóttir og. Jón Ársæll Bergmann jöfn með einkunnina 6,93 og því þurfti sætaröðun dómara til að skera úr um það hvort þeirra hlyti gull og hvort silfur. Að því loknu var það ljóst að Jón Ársæll varð heimsmeistari og fer því heim sem þrefaldur heimsmeistari í gæðingaskeiði, samanlögðum fimmgangsgreinum og fimmgangi. Þórgunnur getur gengið hnarreist frá þessum heimsmeistaramóti eftir góða frammistöðu!

# Knapi Hestur Einkunn
1 Jón Ársæll Bergmann Harpa frá Höskuldsstöðum 6.93
1 Þórgunnur Þórarinsdóttir Djarfur frá Flatatungu 6.93
3 Tekla Petersson Vatnadís från Noastallet 6.83
4 Palma Sandlau Jacobsen Búi frá Húsavík 6.81
5 Filippa Gram Kristall frá Skagaströnd 6.60
6 Rebecca Hesselbjerg Taulborg Tindra fra Kirstineholm 5.76

 

Nýjasta tölublað

Tengdar greinar