Jón Ársæll íþróttamaður ársins í Rangárþingi ytra
Viðurkenningarhafar fyrir íþróttaafrek og framúrskarandi störf ársins ásamt íþróttakonu og íþróttamanni ársins 2025. Mynd: ry.is
Laugardaginn 10. janúar fór fram hátíðleg athöfn þar sem Rangárþing ytra heiðraði íþróttafólk sveitarfélagsins fyrir framúrskarandi árangur og öflugt starf á árinu 2025.
Veittar voru viðurkenningar fyrir íþróttaafrek í ýmsum íþróttagreinum, þar sem hópur af efnilegu íþróttafólki frá Rangárþingi ytra fékk viðurkenningu fyrir íþróttaafrek sín. Tíu hlutu viðurkenningar fyrir íþróttaafrek tengd hestaíþróttinni og var Jón Ársæll Bergmann valinn hestaíþróttamaður ársins. Helga Fjóla Erlendsdóttir frjálsíþróttakona er íþróttakona ársins 2025.
Viðurkenningar fyrir íþróttaafrek 2025:
- Árni Björn Pálsson – hestaíþróttir
- Dagur Sigurðarson – hestaíþróttir
- Elísabet Líf Sigvaldadóttir – hestaíþróttir
- Guðbjörg Stella Pálmadóttir – borðtennis
- Guðmundur Ólafur Bæringsson – borðtennis
- Guðný Lilja Pálmadóttir – borðtennis
- Gústaf Ásgeir Hinriksson – hestaíþróttir
- Helga Fjóla Erlendsdóttir – frjálsar íþróttir
- Herdís Björg Jóhannsdóttir – hestaíþróttir
- Hinrik Bragason – hestaíþróttir
- Jóhanna Margrét Snorradóttir – hestaíþróttir
- Jón Ársæll Bergmann – hestaíþróttir
- Kristinn Ásgeir Þorbergsson – knattspyrna
- Lea Mábil Andradóttir – borðtennis
- Lilja Dögg Ágústsdóttir – hestaíþróttir
- Sara Sigurbjörnsdóttir – hestaíþróttir
- Veigar Þór Víðisson – frjálsar íþróttir
Hægt er að lesa meira um viðburðinn á vefsíðu DFS.is
Árni Svavarsson á Hlemmiskeiði látinn
„Draumur að rætast að fá að vera með í Meistaradeildinni“