Heimsmeistaramót Jón Ársæll tók Gull og Hinrik Bragason silfur í gæðingaskeiði

  • 5. ágúst 2025
  • Fréttir

Laura Enderes er heimsmeistari fullorðinna í gæðingaskeiði. Ljósmynd: Henk & Patty

Laura Enderes heimsmeistari í gæðingaskeiði

Keppni í gæðingaskeiði á heimsmeistaramóti íslenska hestsins lauk í dag og í kjölfarið voru heimsmeistarar í greininni krýndir.

Í flokki fullorðinna fór gullið til Þýskalands því sigurvegari varð Laura Enderes á Fannari von der Elschenau með einkunnina 8,92. Þau þóttu ein af þeim sigurstranglegri fyrir mótið og náðu tveimur frábærum sprettum sem dugðu til sigurs. Hinrik Bragason á Trú frá Árbakka lagði allt í sölurnar og náði tveimur frábærum sprettum sem skilaði honum silfri með einkunnina 8,79. Í viðtali við Eiðfaxa sagðist Hinrik hafa lagt allt í sölurnar. Í þriðja sætinu varð svo Ladina Sigurbjörnsson-Foppa frá Sviss á hryssunni Styrlu fra Skarstd.

Í ungmennaflokki var það Jón Ársæll Bergmann sem sigraði keppinauta sína með nokkrum yfirburðum. Einkunn hans á hryssunni Hörpu frá Höskuldsstöðum var 7,67 og fyrsti heimsmeistaratitill Íslands á mótinu kominn í hús. Í öðru sæti varð Alma Brandsätter frá Austurríki á Frigg frá Austurási með 7,00 í einkunn og í því þriðja hin sænska Tova Ivarsson á Tinnu från Raudhetta Gård með einkunnina 6,67.

Keppni heldur áfram á morgun þegar forkeppni í slaktaumatölti og tölti fer fram allt í beinni útsendingu á EyjaTV.

 

Fimm efstu í fullorðinsflokki

# Knapi Hestur Einkunn
1 Laura Enderes Fannar von der Elschenau 8.92
2 Hinrik Bragason Trú frá Árbakka 8.79
3 Ladina Sigurbjörnsson-Foppa Styrla fra Skarstad 8.04
4 Sigurður Óli Kristinsson Fjalladís frá Fornusöndum 7.96
5 Wictoria Gren Kjarval fra Søtofte 7.71

 

Fimm efstu í ungmennaflokki

# Knapi Hestur Einkunn
1 Jón Ársæll Bergmann Harpa frá Höskuldsstöðum 7.67
2 Alma Brandstätter Frigg frá Austurási 7.00
3 Tova Ivarsson Tinna från Raudhetta gård 6.67
4 Molly Eriksson Blikka frá Þóroddsstöðum 6.50
5 Matthías Sigurðsson Magnea frá Staðartungu 6.46

Nýjasta tölublað

Tengdar greinar