Kappi frá Kommu hlýtur heiðursverðlaun fyrir afkvæmi
Kappi frá Kommu var einn af þeim stóðhestum sem voru heiðraðir sem heiðursverðlaunahestar á Icehorse festival um helgina. Danska ræktunarsambandið verðlaunaði þar þrjá stóðhesta þá Hnokka frá Fellskoti, Vita frá Kagaðarhóli og Kappa frá Kommu sem allir hafa náð þeim merka áfanga að hljóta heiðursverðlaun fyrir afkvæmi. Við sama tilefni voru hryssurnar Saga frá Þóreyjarnúpi og Sara frá Teland einnig heiðraðar sem heiðursverðlauna hryssur fyrir afkvæmi.
Kappi náði til heiðursverðlauna árið 2023. Hann á 51 dæmd afkvæmi í kynbótadómi og er með 121 stig í aðaleinkunn án skeiðs. Ræktandi hans er Vilberg Jónsson en eigandi er Sofie Kirk Kristiansen.
Afkvæmaorð Kappa frá Kommu:
Kappi frá Kommu breeds offspring that are above average in height at withers. Their head is chiselled and with big eyes but often with ravens nose and bad ear position. The neck is very high set, long and slim. The back is broad and muscled with a strong but sometimes too straight backline, the croup is muscled. His offspring have beautiful proportions as they are long legged, are light built and with a cylindrical body. The tendons on the legs are strong but lacking separation from the cannon bone. The correctness and the hooves are rather good traits, the hindlegs are usually correct but they are sometimes out-toed in front. The hooves are with thick hornmaterial and a concave sole and the mane and tail is rather good. Kappis offspring are most often four gaited horses. They are clear beat in tölt, with high movements, long strides and with good speed capacity. The trot is clear beat with long strides and high action, the gallop is with good speed and high action. The canter is rather well balanced and the walk is clear beat but with short strides. They are alert and reactive horses with a cooperative willingness. Kappi frá Kommu breeds light built and elegant four gaited horses with high and light movements and he receives honour price for offspring.
Eiðfaxi óskar ræktendum og eigendum til hamingju.