Katie útnefnd knapi ársins í Finnlandi

  • 20. mars 2024
  • Fréttir

Katie og Depill fra Fögruhlíð Ljósmynd: photohestur

Katie Sundin Brumpton var útnefnd knapi ársins fyrir árið 2023 í Finnlandi, af íslandshestasamtökunum þar í landi. Katie hefur verið sýnileg í keppni i mörg ár og er oftar en ekki þátttakandi á Heimsmeistaramótum íslenska hestsins. Hún starfar við hestamennsku í Svíþjóð ásamt manni sínum Daniel Sundin Brumpton.

Í samtali við Eiðfaxa hafði hún þetta að segja um árangur síðasta árs.

„Ég var mjög ánægð með mína frammistöðu á síðasta keppnisári, ég vann til bronsverðlauna í T1 á sænska meistaramótinu og var önnur í forkeppni í V1 á heimaræktuðum stóðhesti, Depli frá Fögruhlíð með 7,43 í einkunn. Þá sýndi ég einnig stóðhest úr okkar ræktun, Kolbein frá Fögruhlíð, í 1.verðlaun í kynbótadómi, og hann var þriðji hæst dæmdi stóðhesturinn í 6.vetra flokki í Svíþjóð. Heimsmeistaramótið fór ekki alveg eins og ég hafði ætlað mér en við Depill kepptum til B-úrslita í tölti sem var að sjálfsögðu gaman en við vorum langt frá okkar besta, þannig er þetta bara stundum.“

 

 

Nýjasta tölublað

Tengdar greinar