Meistaradeild KS í hestaíþróttum Katla Sif kom, sá og sigraði

  • 27. febrúar 2025
  • Fréttir

Katla Sif Snorradóttir og Sæmar frá Starfhotli unnu fjórganginn í KS deildinni Mynd: Carolin Giese

Niðurstöður úr fjórgangskeppni KS deildarinnar.

Meistaradeld KS í hestaíþróttum hófst í gær á keppni í fjórgangi. Eftir forkeppni var Barbara Wenzl á Lofti frá Kálfsstöðum efst með 7,23 í einkunn en þetta var frumraun Lofts í keppni, enda einungis sex vetra, og virkilega lofandi byrjun.

Í A úrslitunum voru þau efst eftir fyrsta atriðið, hægt tölt, en lentu hins vegar í smá brasi á brokki og fór svo að þau enduðu í 2 til 3 sæti jöfn þeim Þórgunni Þórarinsdóttur og Náttfara frá Varmalæk.

Sigurvegari kvöldsins varð Katla Sif Snorradóttir á Sæmari frá Stafholti með 7,00 í einkunn. Glæsilega byrjun hjá henni í deildinni.

Stigahæsta liðið var lið Þúfna en liðsmenn eru Katla Sif, Barbara Wenzl og Lea Busch ásamt þeim Mette Mannseth og Daníel Gunnarssyni.

A úrslit
Sæti Knapi Hross Einkunn
1 Katla Sif Snorradóttir Sæmar frá Stafholti 7,00
2-3 Þórgunnur Þórarinsdóttir Náttfari frá Varmalæk 6,87
2-3 Barbara Wenzl Loftur frá Kálfsstöðum 6,87
4 Bjarni Jónasson Alda frá Dalsholti 6,83

B úrslit
Sæti Knapi Hross Einkunn
6 Þórarinn Eymundsson Kolgrímur frá Breiðholti, Gbr. 7,27
7 Elvar Einarsson Muni frá Syðra-Skörðugili 6,90
8 Guðmar Hólm Ísólfsson Líndal Óskastund frá Lækjamóti 6,87
9 Finnbogi Bjarnason Taktur frá Dalsmynni 6,80
10 Freyja Amble Gísladóttir Álfatrú frá Syðri-Gegnishólum 6,70

Forkeppni
Sæti Knapi Hross Einkunn
1 Barbara Wenzl Loftur frá Kálfsstöðum 7,23
2 Katla Sif Snorradóttir Sæmar frá Stafholti 7,00
3-4 Klara Sveinbjörnsdóttir Druna frá Hólum 6,90
3-4 Þórgunnur Þórarinsdóttir Náttfari frá Varmalæk 6,90
5 Bjarni Jónasson Alda frá Dalsholti 6,87
6 Þórarinn Eymundsson Kolgrímur frá Breiðholti, Gbr. 6,83
7 Guðmar Hólm Ísólfsson Líndal Óskastund frá Lækjamóti 6,77
8-9 Elvar Einarsson Muni frá Syðra-Skörðugili 6,67
8-9 Finnbogi Bjarnason Taktur frá Dalsmynni 6,67
10 Freyja Amble Gísladóttir Álfatrú frá Syðri-Gegnishólum 6,63
11 Sigrún Rós Helgadóttir Hagur frá Hofi á Höfðaströnd 6,60
12 Þorvaldur Logi Einarsson Saga frá Kálfsstöðum 6,53
13 Þórey Þula Helgadóttir Hrafna frá Hvammi I 6,43
14 Ingunn Ingólfsdóttir Ugla frá Hólum 6,33
15 Atli Freyr Maríönnuson Freydís frá Gljúfurárholti 6,23
16-17 Þorsteinn Björnsson Eiður frá Hólum 6,20
16-17 Lea Christine Busch Pálmi frá Þúfum 6,20
18 Erlingur Ingvarsson Dimmalimm frá Hrísaskógum 6,10
19 Kristján Árni Birgisson Rökkvi frá Hólaborg 5,70
20 Magnús Bragi Magnússon Leistur frá Íbishóli 5,57
21 Guðmar Freyr Magnússon Eljar frá Gljúfurárholti 4,57

Nýjasta tölublað

Tengdar greinar