Keppni í hestaíþróttum heimil að nýju

 • 13. janúar 2021
 • Fréttir

Nýjar sóttvarnarreglur taka gildi 13. janúar með nýrri reglugerð heilbrigðisráðherra um takmörkun á samkomum vegna farsóttar.

Sóttvarnaryfirvöld hafa samþykkt sóttvarnarreglur fyrir hestaíþróttir og eru þær birtar á heimasíðu LH.

Í nýjum sóttvarnarreglum eru æfingar og keppni heimilar með ákveðnum takmörkunum og eru mótshaldarar beðnir um að kynna sér reglurnar vandlega.

 • Reglurnar gilda um óákveðin tíma, eða þar til næsta reglugerð heilbrigðisráðherra verður gefin út.
 • Æfingar og keppni eru heimilaðar.
 • Mikilvægt er að skráning iðkenda á æfingum sé nákvæm til að auðvelda smitrakningu.
 • Iðkendum er óheimilt að nota sameiginlega félagsaðstöðu.
 • Ekki er mælt með notkun andlitsgríma við íþróttaiðkun

Reglur varðandi keppni:

 • Áhorfendur eru bannaðir.
 • Mótshaldarar ættu ekki að útvega veitingar fyrir starfsfólk eða keppendur. Allar veitingar sem einstaklingar taka með sér skulu vera í lokuðum umbúðum.
 • Skipta þarf mótssvæði upp í ytra rými (starfsmannasvæði) og innra rými (keppnissvæði).
 • Hámarksfjöldi í rými á keppnissvæði er 50 manns.
 • Hámarksfjöldi í rými á starfsmannasvæði er 20 manns.
 • Mótshaldarar bera ábyrgð á að tryggja 2ja metra nálægðartakmörk milli allra ótengdra aðila.

Nýjasta tölublað

Tengdar greinar

<