Landsamband hestamanna Keppnishestabú ársins

  • 8. nóvember 2025
  • Fréttir

Mæðgurnar Auður Möller og Edda Rún Guðmundsdóttir Mynd: LH

„Kórónan í ræktuninni er án ef Hlökk frá Strandarhöfði“

Keppnishestabú ársins 2025 er Strandarhöfuð en valið var kunngjört rétt í þessu á Uppskeruhátíð Landsambands hestamannafélaga sem haldin er í Gamla bíói. Í tilkynningu frá Landssambandinu kemur fram:

„Strandarhöfuð hefur á undanförnum árum stimplað sig inn sem eitt af sterkustu ræktunarbúum keppnishrossa í hestamennskunni á Íslandi. Kórónan í ræktuninni er án ef Hlökk frá Strandarhöfði sem á árinu varð Íslandsmeistari í fjórgangi og samanlögðum fjórgangsgreinum auk þess að standa upp úr í töltsýningum í tölti T1 og slaktaumatölti T2.“

Eiðfaxi óskar ræktendunum Auði Möller og Guðmundi Má Guðmundssyni innilega til hamingju með árangur ársins!

Önnur bú tilnefnd voru:
  • Garðshorn á Þelamörk
  • Íbishóll
  • Strandarhjáleiga
  • Þjóðólfshagi

Nýjasta tölublað

Tengdar greinar