Keppnishluti Fjórðungsmóts í beinni á EiðfaxaTV

Hulda Finnsdóttir f.h. Eiðfaxa og Eyþór Gíslason formaður Hestamannafélagsins Borgfirðings
Fjórðungsmót verður haldið í Borgarnesi í sumar dagana 2.-6. júlí. Undirritaður hefur verið samningur milli Eiðfaxa og framkvæmdaraðila mótsins um það að keppnishluti Fjórðungsmótsins verði í beinni á EiðfaxaTV.
Á mótinu er keppt í gæðingakeppni, íþróttakeppni og skeiðgreinum auk annarra uppákoma.
Eyþór Gíslason framkvæmdarstjóri Fjórðungsmótsins kveðst, í samtali við Eiðfaxa, spenntur fyrir mótinu. „Ég spái því að þetta verði stórt mót við frábærur aðstæður í Borgarnesi. Ég er allavega orðinn mjög spenntur fyrir því að taka á móti skemmtilegu fólki og frábærum hrossum.“
HÉR ER HÆGT AÐ GERAST ÁSKRIFANDI AÐ EIÐFAXA TV
Eiðfaxi TV er aðgengilegt á vefnum, í snjallsímum, Apple TV, Android TV, Google TV og Amazon Fire TV.
Ef einhverjar spurningar vakna eða þú þarft aðstoð vegna kaupa á áskrift þá getur þú sent okkur tölvupóst á help@eidfaxitv.is.