Keppt í Kjós
Hestamannafélagið Adam hélt bæjarkeppni í fallegu veðri á fallegum stað á laugardaginn. Keppnin fór fram á útivistarsvæðinu við Félagsgarð(Dreng). Margir komu ríðandi til mótsins, enda reiðleiðir um Kjósina sífellt að verða betri og skemmtilegri. Þátttaka var mjög góð og hestakosturinn ekkert slor. Úrslit urðu eftirfarandi:
Kvennaflokkur:
1. Sæti. Guðríður Gunnarsdóttir á Zöru frá Álfhólum, keppti fyrir Þúfu.
2. Sæti. Selena Rausch á Geisla frá Holtsmúla 1, keppti fyrir Eilífsdal.
3. Sæti. María Dóra Þórarinsdóttir á Mörtu frá Morastöðum, keppti fyrir Morastaði.
4. Ólöf Ósk Guðmundsdóttir á Mænu frá Miðdal, keppti fyrir Kraftunga(Felli).
Karlaflokkur:
1. Sæti. Hörður Jónsson á Snerru frá Reykjavík,keppti fyrir Miðdal.
2. Sæti. Sigurður Ólafsson á Jesper frá Leirulæk, keppti fyrir Rafdreifingu.
3. Sæti. Orri Snorrason á Húna frá Flekkudal, keppti fyrir Flekkudal.
4. Sæti. Einar Guðbjörnsson á Takti frá Ragnheiðarstöðum, keppti fyrir Íspólar(Blönduholt)
5. Sæti. Bjarni Kristjánsson á Svali frá Þorláksstöðum, keppti fyrir Þorláksstaði.
Sjá má myndir frá keppninni á síðu Adams á fésbókinni. Adam þakkar þeim bæjum og fyrirtækjum sem styrktu þessa keppni félagsins.
Stjórn Adams
Slóðin inn á Adam á fésbók: http://www.facebook.com/pages/Hestamannaf%C3%A9lagi%C3%B0-Adam/285625354816268?ref=tn_tnmn