Kjerúlf á þau afkvæmi sem hæsta einkunn hlutu fyrir tölt

  • 10. október 2020
  • Fréttir
Af þeim stóðhestum sem eiga 10 eða fleiri dæmd afkvæmi á árinu

Þegar öllum kynbótasýningum er lokið er hægt, með hjálp Worldfengs, að setjast niður og reikna út hin ýmsu meðaltöl hrossaræktendum til gagns og fróðleiks.

Alls eru þeir stóðhestar sem eiga 10 eða fleiri dæmd afkvæmi á árinu 37 talsins.

Nú tökum við fyrir eiginleika í hæfileikdómi og byrjum á því að skoða tölt og hægt tölt og meðaltals einkunn afkvæma þeirra sem komu til fullnaðardóms á árinu

Kjerúlf frá Kollaleiru er sá stóðhestur sem skilaði þeim afkvæmum sem hæsta einkunn hlutu fyrir bæði tölt og hægt tölt. Meðaleinkunn þeirra fyrir tölt er 8,71 og meðaltals einkunn fyrir hægt tölt 8,43. Hann á alls 14 afkvæmi með fullnaðardóm á árinu en meðalaldur þeirra er 6,6 ár.

Hér er listi yfir alla stóðhesta sem eiga 10 eða fleiri fullnaðardæmd afkvæmi á árinu raðað eftir meðaleinkunn fyrir tölt.

Nafn Fjöldi fullnaðardæmdra Meðalaldur Tölt Hægt tölt
Kjerúlf frá Kollaleiru 14 6,6 8,71 8,43
Loki frá Selfossi 20 5,8 8,60 8,30
Óskasteinn frá íbishóli 20 6,5 8,58 8,25
Hrímnir frá Ósi 13 6,5 8,54 8,23
Framherji frá Flagbjarnarholti 17 6,2 8,53 8,18
Herkúles frá Ragnheiðarstöðum 11 5,6 8,50 8,23
Hrannar frá Flugumýri II 35 5,6 8,49 8,21
Skýr frá Skálakoti 34 5,6 8,44 8,10
Álfur frá Selfossi 29 6,8 8,41 8,21
Arion frá Eystra-Fróðholti 38 6,0 8,41 8,25
Konsert frá Hofi 37 4,8 8,41 8,03
Ölnir frá Akranesi 21 4,9 8,40 8,05
Spuni frá Vesturkoti 51 6,4 8,40 8,00
Sær frá Bakkakoti 14 7,7 8,39 8,29
Arður frá Brautarholti 17 6,7 8,38 8,29
Eldur frá Torfunesi 19 6,6 8,37 7,95
Jarl frá Árbæjarhjáleigu II 19 6,2 8,37 8,18
Ómur frá Kvistum 36 6,3 8,36 8,18
Stáli frá Kjarri 39 6,2 8,36 8,13
Trymbill frá Stóra-Ási 14 5,9 8,36 8,00
Lord frá Vatnsleysu 11 6,4 8,32 8,18
Aron frá Strandarhöfði 11 6,8 8,32 8,05
Sjóður frá Kirkjubæ 27 6,0 8,31 8,06
Kiljan frá Steinnesi 18 6,8 8,31 8,08
Hróður frá Refsstöðum 16 7,3 8,28 8,19
Viti frá Kagaðarhóli 15 6,0 8,27 7,97
Toppur frá Auðsholtshjáleigu 11 6,1 8,23 7,95
Álfasteinn frá Selfossi 15 6,2 8,20 8,20
Álfarinn frá Syðri-Gegnishólum 11 5,4 8,18 8,09
Lukku-Láki frá Stóra-Vatnsskarði 14 6,3 8,18 8,07
Herjólfur frá Ragnheiðarstöðum 12 6,7 8,17 8,13
Oliver frá Kvistum 10 6,6 8,15 7,65
Mjölnir frá Hlemmiskeiði 3 11 7,5 8,14 7,95
Hnokki frá Fellskoti 11 5,6 8,14 7,95
Viktor frá Diisa 11 7,1 8,00 8,14
Prins frá Knutshyttan 10 7,0 8,00 7,90
Aðall frá Nýjabæ 12 6,3 7,96 7,83

Nýjasta tölublað

Tengdar greinar