Knapafundur ársins 17. mars

Keppnisknapar, mótshaldarar, dómarar og aðrir sem að mótahaldinu í hestamennskunni koma eru boðnir velkomnir á knapafund ársins á vegum Landssambands hestamannafélaga.
Fundurinn verður haldinn í Íþróttamiðstöðinni í Laugardal, Engjavegi 6, 3. hæð, mánudaginn 17. mars klukkan 19:00. Fundurinn verður bæði á staðnum og í streymi.
Farið verður yfir reglur mótahaldsins sem gilda árið 2025, breytingar sem hafa átt sér stað og ýmislegt gagnlegt tengt mótahaldinu.
Nánari dagskrá kemur síðar, en takið endilega kvöldið frá.
www.lhhestar.is