Knapafundur og ráslistar
Ráslistar eru nú klárir og er hægt að finna þá HÉR og inni á LH kappa appinu.
Knapafundur verður haldin í Rangárhöllinni sunnudaginn 3.júlí kl 11:00. Þar verða almennar upplýsingar og nokkur atriði sem gott er að hafa í huga varandi framgang keppninnar.
Hafi kynbótaknapar eitthvað sem þeir þurfa að spyrja um þá endilega hafið samband við okkur á skrifstofa@landsmot.is svo hægt sé að svara þeim ef einhverjar eru, því kynbótahrossin byrja kl 8:00 sunnudagsmorguninn 3.júlí.
Hér eru nokkur atriði sem viljum koma á framfæri núna þegar æfingartímar eru byrjaðir.
- Mótið er eitt mót (bæði íþróttakeppni og gæðingakeppni)
- Riðið verður inn á keppnisvöll á skammhlið sem er beint af upphitunarvelli.
- Riðið verður út af keppnisvelli á langhlið og þaðan beint í fótaskoðun í Rangárhöllinni.
- Allir skulu mæta í fótaskoðun líka þeir sem gera ógilda sýningu.
- Fótaskoðun fer fram eftir keppni en séu knapar í vafa þá er ekkert mál að spyrja fótaskoðun hvort allt sé í lagi fyrir keppni.
- Skáreim er EKKI leyfð í WR-íþróttakeppnisgreinum (WR reglur FEIF)
- Skáreim er leyfð í WR-gæðingakeppnisgreinum (Séríslensk regla LH)
- Uppbeygður hæll á skeifum er ekki leyfður.
- Stökk í barnaflokki. Ávallt verður hleypt í plúsátt (hleypt í átt að Rangárhöllinni). Þeir sem ríða upp á vinstri hleypa nær áhorfendum. Þeir sem ríða upp á hægri hleypa nær dómurum.
Vonandi gefur þetta einhver svör en einnig væri gott að fá spurningar sendar á motstjori@landsmot.is ef einhverjar eru sem fyrst þannig að knapafundur verði skilvirkur.
Allt er þetta birt með fyrirvara um mannleg misstök.
Með fyrirfram þökk
Ólafur Þórisson
mótstjóri
Knapafundur og ráslistar
Minningarorð um Ragnar Tómasson
Fyrsti þáttur af „Dagur í hestamennsku“
Landsmótið verður í beinni á EiðfaxaTV