Knapar ársins í Danmörku

F.v. Anne Frank Andersen og Freja Løvgreen Gandrup. Verðlaunin eru keramík hestar búnir til af Peter Tandrup og eiga þeir að líkjast keppnishestum Anne og Freja, Vökli frá Leirubakka og Fjölva from Hedegaard. Mynd: Islandshest.dk
Þar fór margt áhugavert fram og m.a. voru knapar ársins verðlaunaðir.
Íþróttaknapi ársins var Anne Franke Andersen en hún hlaut m.a. silfurverðlaun á Heimsmeistarmótinu í ágúst í samanlögðum fimmgangsgreinum á hesti sínum Vökli frá Leirubakka.
Freja Løvgreen Gandrup var valin „Talent of the Year“ eða efnilegasti knapi ársins. Hún varð heimsmeistari í 250 m. skeiði í ungmennaflokki á Fjölva fra Hedegaard.