Knapar Meistaradeildarinnar teknir tali eftir forkeppni

Glódís Rún Sigurðardóttir og Breki frá Austurási sigurvegarar í slaktaumatölti Mynd: Meistaradeild í hestaíþróttum
Eftir fjórganginn í Meistaradeildinni í hestaíþróttum barst til starfsmanna Eiðfaxa að áhorfendur deildarinnar söknuðu viðtalanna sem tekin voru við knapa eftir sýningar þeirra í forkeppni.
Blaðamenn Eiðfaxa svöruðu kallinu og tók Kári Steinsson nokkra knapa tali eftir sýningar þeirra í forkeppni í slaktaumatöltskeppni í Meistaradeildarinnar.