Komið að skilum á Haustskýrslu

  • 17. nóvember 2023
  • Tilkynning
Öllum umráðamönnum búfjár er skylt að skila rafrænni haustskýrslu í Bústofn

Síðasti skiladagur á haustskýrslu er mánudagurinn 20. nóvember n.k. Á heimasíðu RML má finna leiðbeiningar sem ætlaðar eru búfjáreigendum sem vilja sjálfir skrá sínar haustskýrslur.

Leiðbeiningarnar eru tvíþættar og miðast annars vegar við þá aðila sem skila skýrslu í gegnum Bústofn og hins vegar þá aðila sem skila skýrslu eingöngu í gegnum hjarðbók WorldFengs.

Þeir sem ekki hafa tök á að skila sínum haustskýrslum sjálfir, geta fengið til þess aðstoð hjá starfsfólki RML. Fyrir slíka þjónustu er innheimt samkvæmt verðskrá RML.

Nýjasta tölublað

Tengdar greinar