Komið að slaktaumatölti í Samskipadeildinni

Eftir frábærann fjórgang þá er komið að næsta móti í Samskipadeildinni – Áhugamannadeild Spretts og keppt verður í slaktaumatölti T4 þann 13. mars í Samskipahöllinni í Spretti. Byrjar keppnin stundvíslega kl 19:00.
„Eiðfaxi TV er aðalstyrktaraðili kvöldsins og færum við þeim okkar bestu þakkir. Ef fólk er ekki búið að tryggja sér áskrift þá er ekkert annað í stöðunni en að skella sér á https://www.eidfaxitv.is/ og ganga frá því. Þar er einnig hægt að horfa á deildina í beinni og eftir á ef þú misstir af kvöldinu, eða langar bara að horfa aftur,“ segir í tilkynningu hjá deildinni
Veitingar verða á sínum stað en húsið opnar kl. 17:30. Sigurjón hjá Flóru mun töfra fram dýrindis mat en í boði verður:
- Blómkálssúpa og brauð
- Langtíma eldað Lambalæri
- Röstsi kartöflur
- Rauðvínssoðsósa
- Blandað salat með dukkah
- Ofnbakað rótargrænmeti
- Rauðkál, grænar baunir, gular baunir og hrásalat
- Kaka með kaffinu.
Frítt er inn á öll kvöld Samskipadeildarinnar.
„Við hvetjum öll til að mæta og hvetja keppendur áfram. Mikil og skemmtileg stemming hefur myndast á keppniskvöldum Samskipadeildarinnar. Í fyrra voru úrslitin heldur betur spennandi! Hvorki meira né minna en 8 knapar og hestar í A úrlistum. Spennan var rafmögnuð en voru það þeir Gunnar Már Þórðarson og Júpíter frá Votumýri 2 sem báru sigur úr býtum. Ætli þeir mæti aftur til leiks og verji titilinn eða fáum við nýjann slaktaumatöltssigurvegara.“
Fylgist með Samskipadeildinni á Instagram undir nafninu @ahugamannadeildspretts, gagnlegar upplýsingar varðandi keppnina, liðin, matseðla og fleira mun koma þangað inn.