Komin dagsetning fyrir skeiðmeistaramótið

  • 12. maí 2022
  • Fréttir
Skeiðmeistaramótið í Zachow

Skeiðmeistaramótið í Zachow verður haldið 23. – 25. september en viðburðurinn markar oft endalok keppnistímabilsins í Evrópu.

Eins og áður er það Günther Weber sem heldur mótið á fallega búgarðinum sínum, Schloßberg.

Skeiðmeistaramótið hefur verið mjög vinsæll viðburður og hefur mótið fest sig í sessi sem eitt af skemmtilegri mótum sem haldin eru í Evrópu en þetta verður í þrettánda skiptið sem mótið er haldið. Keppt verður í íþróttakeppni, futurity greinum og gæðingakeppni í öllum aldurshópum.

Nýjasta tölublað

Tengdar greinar