Komin staðsetning fyrir Íslandsmót fullorðna og ungmenna
Nú er loks komin staðsetning fyrir Íslandsmót fullorðna og ungmenna sem verður haldið dagana 25. til 28. júlí. Hestamannafélagið Fákur hefur tekið að sér að halda mótið og mun það því verða á félagssvæði Fáks í Víðidal í Reykjavík. Þetta staðfesti Þórir Örn Grétarsson, framkvæmdarstjóri mótsins, í samtali við Eiðfaxa.
Landsmót hestamanna verður haldið þar tveimur vikum áður og ætti því svæðið að vera í topp standi og tilvalið til mótahalds.