Meistaradeild Líflands í hestaíþróttum Konráð og Kastor efstir í gæðingaskeiði

  • 30. mars 2024
  • Fréttir
Niðurstöður úr gæðingaskeiðinu í Meistaradeild Líflands í hestaíþróttum

Þá er keppni í gæðingaskeiði lokið í Meistaradeild Líflands í hestaíþróttum. Spennandi keppni en aðstæður á Brávöllum á Selfossi eru ekkert frábærar vegna veðurs. Mikið rok er á svæðinu og kalt. Keppendur stóðu sig þó vel og mátti sjá marga glæsispretti.

Konráð Valur Sveinsson og Kastor frá Garðshorni á Þelamörk voru hlutskarpastir og tóku efsta sætið með 8,21 í einkunn. Í öðru varð Jóhann Kristinn Ragnarsson á Þórvöru frá Lækjarbotnum og þriðji Árni Björn Pálsson á Álfamær frá Prestsbæ.

Þeir Konráð og Árni Björn kepptu báðir fyrir lið Top Reiter en það var stigahæsta liðið í greininni með heil 54 stig. Teitur Árnason á Nótu frá Flugumýri keppti einnig fyrir liðið og enduðu þau í 8. sæti. Verðmæt stig fyrir Top Reiter sem færa sig upp um eitt sæti og eru nú í fjórða sæti í liðakeppninni með 172.5 stig.

Efst í liðakeppninni er enn lið Ganghesta/Margrétarhofs en þau náðu forustunni eftir gæðingalistina og eru nú með 213 stig. Í öðru sæti er lið Hestvits/Árbakka með 197,5 stig og þriðja er lið Hjarðartúns með 179 stig.

Engar breytingar urðu á röðun efstu knapa í einstaklingskeppninni nema sú að Aðalheiður nældi sér í eitt stig og náði að jafna Jakob í öðru sæti en þau eru nú bæði með 30 stig. Glódís Rún er enn efst með 34.5 stig.

Niðurstöður úr gæðingaskeiðinu

Sæti Knapi Hross Einkunn Lið
1 Konráð Valur Sveinsson Kastor frá Garðshorni á Þelamörk 8,21 Top Reiter
2 Jóhann Kristinn Ragnarsson Þórvör frá Lækjarbotnum 8,04 Austurkot/Pula
3 Árni Björn Pálsson Álfamær frá Prestsbæ 8,00 Top Reiter
4 Hinrik Bragason Trú frá Árbakka 7,83 Hestvit/Árbakki
5 Daníel Gunnarsson Strákur frá Miðsitju 7,79 Ganghestar/Margrétarhof
6 Sigurður Sigurðarson Tromma frá Skúfslæk 7,63 Þjóðólfshagi/Sumarliðabær
7 Sigurður Vignir Matthíasson Hlekkur frá Saurbæ 7,54 Ganghestar/Margrétarhof
8 Teitur Árnason Nóta frá Flugumýri II 7,54 Top Reiter
9 Hanna Rún Ingibergsdóttir Sirkus frá Garðshorni á Þelamörk 7,33 Austurkot/Pula
10 Aðalheiður Anna Guðjónsdóttir Erla frá Feti 7,13 Ganghestar/Margrétarhof
11 Viðar Ingólfsson Léttir frá Þóroddsstöðum 7,04 Hrímnir/Hest.is
12 Jakob Svavar Sigurðsson Ernir frá Efri-Hrepp 6,92 Hjarðartún
13 Elvar Þormarsson Glotta frá Torfabæ 6,75 Hjarðartún
14 Þorgeir Ólafsson Mjallhvít frá Sumarliðabæ 2 6,63 Þjóðólfshagi/Sumarliðabær
15 Gústaf Ásgeir Hinriksson Hamarsey frá Hjallanesi 1 5,21 Hestvit/Árbakki
16 Glódís Rún Sigurðardóttir Sæla frá Hemlu II 4,79 Hestvit/Árbakki
17 Ásmundur Ernir Snorrason Askur frá Holtsmúla 1 4,21 Hrímnir/Hest.is
18 Hans Þór Hilmarsson Frigg frá Jöklu 3,50 Hjarðartún
19 Guðmundur Björgvinsson Alda frá Borgarnesi 3,50 Þjóðólfshagi/Sumarliðabær
20 Bjarni Sveinsson Sturla frá Bræðratungu 3,42 Uppboðssæti
21 Benjamín Sandur Ingólfsson Embla frá Litlu-Brekku 0,71 Hrímnir/Hest.is
22 Ólafur Andri Guðmundsson Orka frá Kjarri 0,46 Austurkot/Pula

Nýjasta tölublað

Tengdar greinar