Landsmót 2024 Konráð og Kastor og Ingibergur og Sólrún með bestu tíma ársins

  • 24. júní 2024
  • Fréttir

Ingibergur Árnason og Sólveig frá Kirkjubæ á Íslandsmóti 2021. Ljósmynd: Gísli Guðjónsson

14 pör hafa þátttökurétt í 250 metra skeiði á Landsmóti

Þátttökurétt í tölti og kappreiðum ráðast af stöðulistum löglegra móta sem lokið var fyrir 17. júní 2024.

Keppni í lengstu vegalengd skeiðkappreiða, 250 metra skeiði, eru jafnan spennandi og 14 fljótustu hross landsins eiga þátttökurétt á Landsmóti. Fyrir helgi voru stöðulistar birtir og þau pör tilgreind sem náð hafa inn í þær fjölmörgu greinar sem keppt er í á landsmóti í skeið- og íþróttagreinum.

Besta tíma ársins í 250 metra skeiði eiga þau Ingibergur Árnason á Sólveigu frá Kirkjubæ og Konráð Valur Sveinsson á Kastori frá Garðshorni á Þelamörk. Tími þeirra er mjög góður, 21,64, sekúndur. Náðust þeir tímar báðir á Reykjavíkurmeistaramóti Fáks.

Konráð Valur og Kastor

Hér fyrir neðan má sjá gulmerkt þau pör sem eiga þátttökurétt í 250 metra skeiði á Landsmóti.

 

 

 

 

Nýjasta tölublað

Tengdar greinar