Konráð Valur og hestar hans fljótastir í öllum vegalengdum

  • 12. október 2025
  • Fréttir

Konráð Valur og Kastor á Íslandsmótinu á Selfossi í sumar. Ljósmynd: Gunnhildur Ýrr

10 bestu tímar ársins í skeiðgreinum

Mikil gróska hefur verið í keppni í skeiðgreinum á Íslandi undanfarin ár. Fjöldi afburðargóðra knapa og hraðfara hesta keppa í öllum vegalengdum skeiðgreinanna, og hefur breiddin sjaldan verið meiri.

Keppnisgreinarnar sem miðast alfarið við tímatöku eru þrjár: 250 metra og 150 metra básaskeið, auk 100 metra flugskeiðs.

Þegar skoðaðir eru stöðulistar ársins 2025 má sjá að Konráð Valur Sveinsson á fljótasta tíma ársins í öllum þessum greinum, ótrúlegt afrek í íþrótt þar sem hvert sekúndubrot skiptir máli.

Í 250 metra skeiði settu Konráð og Kastor frá Garðshorni á Þelamörk nýtt heimsmet á Íslandsmótinu á Selfossi þegar þeir runnu á 21,06 sekúndum. Sama par á einnig besta tíma ársins í 100 metra flugskeiði, 7,40 sekúndur, einnig sett á Íslandsmótinu.

Í 150 metra skeiði tryggði Konráð sér svo besta tíma ársins á Kjarki frá Árbæjarhjáleigu, 13,91 sekúndu, á Reykjavíkurmeistaramótinu.

Hér að neðan má sjá tíu efstu pör ársins í hverri keppnisgrein. Listinn er birtur með fyrirvara um að allir mótshaldarar hafi skilað inn niðurstöðum frá sínum mótum.

250 metra skeið

# Knapi Hross Tími Mót
1 Konráð Valur Sveinsson IS2014164066 Kastor frá Garðshorni á Þelamörk 21,06 IS2025SLE058 – WR Íslandsmót fullorðinna og Ungmenna  (WR)
2 Gústaf Ásgeir Hinriksson IS2013155474 Sjóður frá Þóreyjarnúpi 21,72 IS2025SLE058 – WR Íslandsmót fullorðinna og Ungmenna  (WR)
3 Sigursteinn Sumarliðason IS2008187654 Krókus frá Dalbæ 21,92 IS2025SLE057 – WR Íþróttamót Sleipnis og 1.skeiðleikar  (WR)
4 Daníel Gunnarsson IS2014235261 Kló frá Einhamri 2 21,97 IS2025SLE058 – WR Íslandsmót fullorðinna og Ungmenna  (WR)
5 Sigursteinn Sumarliðason IS2017186512 Liðsauki frá Áskoti 22,08 IS2025SLE058 – WR Íslandsmót fullorðinna og Ungmenna  (WR)
6 Sigurður Sigurðarson IS2012282581 Tromma frá Skúfslæk 22,22 IS2025SLE058 – WR Íslandsmót fullorðinna og Ungmenna  (WR)
7 Þorgeir Ólafsson IS2010266201 Rangá frá Torfunesi 22,38 IS2025FAK161 – Reykjavíkurmeistaramót WR (WR)
8 Konráð Valur Sveinsson IS2017165890 Kvistur frá Kommu 22,41 IS2025SPR216 – Metamót Spretts
9 Árni Björn Pálsson IS2013177274 Ögri frá Horni I 22,59 IS2025SLE058 – WR Íslandsmót fullorðinna og Ungmenna  (WR)
10 Árni Björn Pálsson IS2017157365 Þokki frá Varmalandi 22,60 IS2025GEY134 – Suðurlandsmót og Skeiðleikar – Geysir (WR)

150 metra skeið

# Knapi Hross Tími Mót
1 Konráð Valur Sveinsson IS2006186758 Kjarkur frá Árbæjarhjáleigu II 13,91 IS2025FAK161 – Reykjavíkurmeistaramót WR (WR)
2 Hans Þór Hilmarsson IS2008257650 Vorsól frá Stóra-Vatnsskarði 13,93 IS2025SLE058 – WR Íslandsmót fullorðinna og Ungmenna  (WR)
3 Árni Björn Pálsson IS2013177274 Ögri frá Horni I 14,03 IS2025SPR216 – Metamót Spretts
4 Þorgeir Ólafsson IS2014177158 Grunur frá Lækjarbrekku 2 14,19 IS2025SLE058 – WR Íslandsmót fullorðinna og Ungmenna  (WR)
5 Sigurbjörn Bárðarson IS2008157895 Vökull frá Tunguhálsi II 14,25 IS2025SPR216 – Metamót Spretts
6 Árni Björn Pálsson IS2017157365 Þokki frá Varmalandi 14,35 IS2025SLE058 – WR Íslandsmót fullorðinna og Ungmenna  (WR)
7 Ingibergur Árnason IS2006181752 Flótti frá Meiri-Tungu 1 14,35 IS2025SLE058 – WR Íslandsmót fullorðinna og Ungmenna  (WR)
8 Þórarinn Ragnarsson IS2009287270 Bína frá Vatnsholti 14,41 IS2025SLE058 – WR Íslandsmót fullorðinna og Ungmenna  (WR)
9 Daníel Gunnarsson IS2014266201 Skálmöld frá Torfunesi 14,54 IS2025FAK161 – Reykjavíkurmeistaramót WR (WR)
10 Konráð Valur Sveinsson IS2014164066 Kastor frá Garðshorni á Þelamörk 14,56 IS2025MES070 – Meistaradeild KS – Gæðingaskeið og 150m skeið

100 metra skeið

# Knapi Hross Tími Mót
1 Konráð Valur Sveinsson IS2014164066 Kastor frá Garðshorni á Þelamörk 7,40 IS2025SLE058 – WR Íslandsmót fullorðinna og Ungmenna  (WR)
2 Ingibergur Árnason IS2009286105 Sólveig frá Kirkjubæ 7,47 IS2025SLE058 – WR Íslandsmót fullorðinna og Ungmenna  (WR)
3 Sigurður Sigurðarson IS2012282581 Tromma frá Skúfslæk 7,51 IS2025FAK161 – Reykjavíkurmeistaramót WR (WR)
4 Árni Björn Pálsson IS2017157365 Þokki frá Varmalandi 7,53 IS2025SPR216 – Metamót Spretts
5 Birgitta Bjarnadóttir IS2010266201 Rangá frá Torfunesi 7,55 IS2025FDH085 – 1. Deildin – Tölt T1 og 100m Skeið P2
6 Ragnar Bragi Sveinsson IS2006186758 Kjarkur frá Árbæjarhjáleigu II 7,57 IS2025FAK161 – Reykjavíkurmeistaramót WR (WR)
7 Páll Bragi Hólmarsson IS2017182657 Snjall frá Austurkoti 7,61 IS2025GEY134 – Suðurlandsmót og Skeiðleikar – Geysir (WR)
8 Konráð Valur Sveinsson IS2016265792 Flugsvinn frá Ytra-Dalsgerði 7,64 IS2025SLE058 – WR Íslandsmót fullorðinna og Ungmenna  (WR)
9 Sveinn Ragnarsson IS2017165890 Kvistur frá Kommu 7,64 IS2025SLE057 – WR Íþróttamót Sleipnis og 1.skeiðleikar  (WR)
10 Gústaf Ásgeir Hinriksson IS2013155474 Sjóður frá Þóreyjarnúpi 7,68 IS2025FAK161 – Reykjavíkurmeistaramót WR (WR)

 

Nýjasta tölublað

Tengdar greinar