Hestamannafélagið Geysir Konráð vann kappreiðarnar á Hellu

  • 9. maí 2024
  • Fréttir
Kappreiðunum er lokið á WR íþróttamóti Geysis

Konráð Valur Sveinsson bar sigur úr býtum í báðum greinum. Í 250 m. skeiðinu var hann á Kastor frá Garðshorni á Þelamörk en þeir voru með tímann 21,96 sek. og í 150 m. skeiðinu var hann á Kjarki frá Árbæjarhjáleigu II með tímann 14,09 sek.

Annar í 250 m. skeiðinu varð Árni Björn Pálsson á Ögra frá Horni með 22,35 sek og þriðji varð Gústaf Ásgeir Hinriksson á Sjóði frá Þóreyjarnúpi með tímann 22,79 sek.

Sigurður Sigurðarsson á Trommu frá Skúfslæk var í öðru sæti í 150 m. skeiðinu með tímann 15,14 sek. og í þriðja varð Jóhann Kristinn Ragnarsson á Þórvöru frá Lækjarbotnum með tímann 15,32 sek.

Hér fyrir neðan eru niðurstöðurnar úr kappreiðunum

Skeið 250m P1
Sæti Knapi Hross Tími
1 Konráð Valur Sveinsson Kastor frá Garðshorni á Þelamörk 21,96
2 Árni Björn Pálsson Ögri frá Horni I 22,35
3 Gústaf Ásgeir Hinriksson Sjóður frá Þóreyjarnúpi 22,79
4 Jóhann Kristinn Ragnarsson Gnýr frá Brekku 22,82
5 Þorgeir Ólafsson Rangá frá Torfunesi 23,00
6 Jakob Svavar Sigurðsson Jarl frá Kílhrauni 23,92
7 Harpa Dögg Bergmann Heiðarsdóttir Gosi frá Staðartungu 24,60
8 Sara Sigurbjörnsdóttir Dimma frá Skíðbakka I 0,00

Skeið 150m P3 
Sæti Knapi Hross Tími
1 Konráð Valur Sveinsson Kjarkur frá Árbæjarhjáleigu II 14,09
2 Sigurður Sigurðarson Tromma frá Skúfslæk 15,14
3 Jóhann Kristinn Ragnarsson Þórvör frá Lækjarbotnum 15,32
4 Árni Björn Pálsson Þokki frá Varmalandi 15,37
5 Ívar Örn Guðjónsson Buska frá Sauðárkróki 15,56
6 Kjartan Ólafsson Hilmar frá Flekkudal 15,71
7 Larissa Silja Werner Hylur frá Kjarri 15,86
8 Matthías Sigurðsson Magnea frá Staðartungu 15,89
9 Bjarney Jóna Unnsteinsd. Klaustri frá Hraunbæ 15,93
10 Hans Þór Hilmarsson Vonar frá Eystra-Fróðholti 16,40
11 Þorgils Kári Sigurðsson Faldur frá Fellsási 16,46
12 Erlendur Ari Óskarsson Hrafnkatla frá Ólafsbergi 16,70
13 Erlendur Ari Óskarsson Milla frá Steinsholti 1 18,11
14-15 Guðrún Lilja Rúnarsdóttir Kári frá Morastöðum 0,00
14-15 Þorgeir Ólafsson Saga frá Sumarliðabæ 2 0,00

Nýjasta tölublað

Tengdar greinar