Konsert og Spuni með flest sýnd afkvæmi á árinu
Spuni frá Vesturkoti, knapi Þórarinn Ragnarsson, og Konert frá Hofi, knapi Jakob Svavar Sigurðsson.
Þegar öllum kynbótasýningum er lokið er hægt, með hjálp Worldfengs, að setjast niður og reikna út hin ýmsu meðaltöl hrossaræktendum til gagns og fróðleiks. Hér fyrir neðan er hægt að sjá lista með þá stóðhesta sem áttu flest sýnd afkvæmi á árinu, fjölda afkvæma, meðalaldur þeirra og meðaltal aðaleinkunnar þeirra.
Spuni frá Vesturkoti og Konsert frá Hofi eiga flest sýnd afkvæmi á árinu eða 42 talsins. Næstur á eftir þeim er Skýr frá Skálakoti með 41 sýnt afkvæmi og fjórði er Stáli frá Kjarri með 30 sýnd afkvæmi.
Listi með þá stóðhesta sem áttu flest sýnd afkvæmi á árinu
| Faðir | Fjöldi afkvæma | Meðalaldur | Ae. |
| Spuni frá Vesturkoti | 42 | 6,4 | 8,09 |
| Konsert frá Hofi | 42 | 5,9 | 8,12 |
| Skýr frá Skálakoti | 41 | 5,4 | 8,11 |
| Stáli frá Kjarri | 30 | 7,0 | 8,01 |
| Ölnir frá Akranesi | 29 | 6,0 | 7,97 |
| Ómur frá Kvistum | 27 | 6,4 | 8,00 |
| Draupnir frá Stuðlum | 25 | 5,0 | 8,01 |
| Arion frá Eystra-Fróðholti | 22 | 6,3 | 8,11 |
| Álfur frá Selfossi | 21 | 6,7 | 7,78 |
| Hrannar frá Flugumýri | 21 | 6,3 | 8,15 |
| Hringur frá Gunnarsstöðum | 21 | 5,9 | 7,99 |
Konsert og Spuni með flest sýnd afkvæmi á árinu
„Okkur líður vel í Svíþjóð og höfum komið okkur vel fyrir“
„Við skuldum Íslandsmóti að gera þessa tilraun“