Kosið um reiðkennara ársins 2025 hjá FEIF
Hekla var þjálfari U-21 árs landsliðs Ísland þangað til í haust og náði lið hennar frábærum árangri á HM
FEIF, Alþjóðasamtök íslenska hestsins, hafa opnað fyrir kosningu um Reiðkennara/þjálfara ársins 2025 (Instructor of the Year). Verðlaunin eru veitt árlega og hafa það að markmiði að heiðra reiðkennara úr aðildarlöndum FEIF sem hafa lagt af mörkum framúrskarandi faglegt starf.
Fyrir árið 2025 lagði menntanefnd FEIF sérstaka áherslu á unga fagmenn innan íslenska hestasamfélagsins sem eru jákvæðar fyrirmyndir og innblástur fyrir aðra.
Aðildarlönd FEIF hafa nú tilnefnt sex reiðkennara til verðlaunanna (í stafrófsröð eftir fornafni):
-
Frida Lindström – Svíþjóð
-
Hekla Katharina Kristinsdóttir – Ísland
-
Katariina Koskela – Finnland
-
Michelle Goedhart – Holland
-
Nicole Gerber – Sviss
-
Pernille Wullf Harslund – Danmörk
Kosningin fer fram á vef FEIF og þurfa áhugasamir að skrá sig inn til að taka þátt. Niðurstaða kosningarinnar verður kynnt síðar á árinu.
Kosið um reiðkennara ársins 2025 hjá FEIF
Árni Svavarsson á Hlemmiskeiði látinn
Fréttatilkynning frá stjórn Suðurlandsdeildar
Sprettur leitar að sjálfstæðum, drífandi, þjónustulunduðum og jákvæðum framkvæmdastjóra
Samskipadeildin – Áhugamannadeild Spretts hefst í febrúar