Kosningar á fulltrúaþingi FEIF

  • 9. febrúar 2024
  • Fréttir
Á fulltrúaþingi FEIF, sem fór fram í Lúxemborg um síðastliðna helgi, fóru fram kosningar í hinar ýmsu nefndir.

Íslendingar eiga fulltrúa í öllum nefndum FEIF auk stjórnar. Hér fyrir neðan má sjá skipanir helstu nefnda innan FEIF.

Kynbótanefnd (Breeding Commitee)

Í kynbótanefnd var Inge Kringeland endurkjörinn formaður en hann var einn í framboði og situr til tveggja ára. Fimm voru í framboði í kynbótanefndina en kosið var um tvö sæti. Það voru þau Elsa Albertsdóttir, Friðrik Már Sigurðsson, Eyvindur Hrannar Gunnarsson, Horst Gerold og Rune Hansen. Þeir Friðrik Már og Eyvindur Hrannar fengu flest atkvæði og koma því nýjir inn í nefndina.

Inge Kringeland (formaður)
Eyvindur Hrannar Gunnarsson
Friðrik Már Sigurðsson
Olil Amble
Heimir Gunnarsson
Julia Lind

Keppnisnefnd (Sport Commitee)

Í keppnisnefnd var kosið um þrjú laus sæti og þrír aðilar buðu sig fram þau Sigurbjörn Bárðarson, Lisa Kroon og Dina Rosenberg sem öll voru endurkjörin í sportnefndina.

Will Covert (formaður)
Dina Rosenberg Asmussen
Hulda Gústafsdóttir
Lisa Kroon
Marie Bruun Nielsen
Markus Karrer
Sigurbjörn Bárðarson

Menntanefnd (Education Commitee)

Í menntanefndinni var kosið um tvö sæti á milli þeirra Anna Sofie Nielsen, Bea Rusterholz og Herdísar Reynisdóttur og fór svo að þær Anna Sofie og Herdís hlutu kosningu.

Anne Sofie Nielsen
Herdis Reynisdóttir
Nicole Kempf
Svenja-Lotta Rumpf
Ulrika Backan

Í æskulýðsnefnd var kosið um tvö laus sæti. Dagbjört Hulda Guðbjörnsdóttir var endurkjörinn í nefndina og Ida Albinsson kom ný inn í nefndina.

Æskulýðsnefnd (Youth committee)

Gundula Sharman (formaður)
Dagbjört Hulda Guðbjörnsdóttir
Ida Albinsson
Maja Nymann
Sirpa Brumpton
Frístundanefnd (Leisure Riding)

Líkt og í kynbótanefndinni voru það fimm aðilar sem buðu sig fram en kosið var um þrjú laus sæti.  Þau sem hlutu kosningu voru þær Johan Andersson, Katja Schütz og Mia Estermann en Guðjón Már Guðjónsson og Michaela Haacke hlutu ekki brautargengi.

Atli Már Ingólfsson
Jana Etzold
Johan Andersson
Katja Schütz
Mia Estermann

 

Nýjasta tölublað

Tengdar greinar