Kristín Eir Hauksdóttir Holaker er íþróttamaður Borgfirðings 2022

  • 30. nóvember 2022
  • Fréttir
Aðalfundur Borgfirðings fór fram í gær 29. nóvember í félagsheimilinu.

Venjuleg aðalfundarstörf voru á dagskrá auk veitingu verðlauna fyrir góðan árangur og heiðursfélagar kynntir.

KRISTÍN EIR ÍÞRÓTTAMAÐUR BORGFIRÐINGS

Kristín Eir Hauksdóttir Holaker er íþróttamaður Borgfirðings 2022. Kristín átti frábært keppnisár þar sem helst ber að nefna sigur í barnaflokki á landsmóti með einkunina 9,35 í gæðingakeppni. Þá var hún Íslandsmeistari barna í 4 gangi, tvöfaldur sigurvegar í fimi og samanlagður Íslandsmeistari barna. Hún hlaut silfur í tölti, t2 og 5. sæti í 100m skeiði auk fjölda annars góðs árangurs á árinu.

Í öðru sæti var Guðmar Þór Pétursson og Þorgeir Ólafsson í því þriðja.

Við óskum þeim öllum innilega til hamingu.

 

Íþróttamaður Borgfirðings

Kristín Eir Hauksdóttir Holaker ásamt Eyþóri Gíslasyni formanni félagsins.

 

Heiðursfélagar Borgfirðings

Á aðalfundinum voru fjórir félagar heiðraðir sérstaklega og gerðir að heiðursfélögum Borgfirðings. Þeim var sérstaklega þakkað fyrir óeigingjarnt og ötult starf í þágu félagsins í gegnum tíðina. Þeim var öllum veitt viðurkenning og þakklætisvottur frá félaginu,

HEIÐURSFÉLAGAR BORGFIRÐINGS. ÞÓRDÍS ARNARDÓTTIR OG EYÞÓR GÍSLASON VEITTU ÞEIM MARTEINI VALDIMARSSYNI, HALLDÓRI SIGURÐSSYNI, GUÐRÚNU FJELDSTED OG KRISTJÁNI GÍSLASYNI VIÐURKENNINGU. SIGURÞÓR ÁGÚSTSSON TÓK VIÐ

Nýjasta tölublað

Tengdar greinar