Kristín Eir og Aron í A úrslitum á laugardag

Kristín Eir og Þokki frá Skáney unnu B úrslitin í gæðingatölti í unglingaflokki
Í kvöld fóru fram B úrslit í gæðingatölti á Íslandsmóti barna og unglinga en forkeppni var riðin fyrr í dag.
Aron Dyröy Guðmundsson á Sunnu frá Rauðalæk fór með sigur úr býtum í barnaflokki en mjótt var á munum í úrslitum. Í unglingaflokki var það Kristín Eir Hauksdóttir Holaker á Þokka frá Skáney.
Hér fyrir neðan eru niðurstöður úr B úrslitum í gæðingatölti
B úrslit – Barnaflokkur
Sæti Knapi Hross Einkunn
8 Aron Dyröy Guðmundsson Sunna frá Rauðalæk 8,39
9 Eva Dögg Maagaard Ólafsdóttir Eldey frá Miðkoti 8,38
10 Kristján Fjeldsted Svarthöfði frá Ferjukoti 8,35
11 Hrafnar Freyr Leósson Heiðar frá Álfhólum 8,35
12 Helgi Hrafn Sigvaldason Gjálp frá Miðkoti 8,33
13 Birna Rós Steinarsdóttir Alma frá Breiðholti í Flóa 8,32
14 Aldís Emilía Magnúsdóttir Elja frá Birkihlíð 8,30
15 Vigdís Björk Sveinbjörnsdóttir Harka frá Skógarási 8,24
B úrslit – Unglingaflokkur
Sæti Knapi Hross Einkunn
8 Kristín Eir Hauksdóttir Holaker Þokki frá Skáney 8,53
9 Súsanna Guðlaug Halldórsdóttir Ronja frá Ríp 3 8,45
10 Una Björt Valgarðsdóttir Heljar frá Fákshólum 8,38
11 Elija Apanskaite Sváfnir frá Miðsitju 8,35
12 Viktor Leifsson Glaður frá Mykjunesi 2 8,34
13 Eyvör Vaka Guðmundsdóttir Edda frá Bakkakoti 8,31
14 Fríða Hildur Steinarsdóttir Tvistur frá Eystra-Fróðholti 8,29
15 Hilmar Þór Þorgeirsson Fata frá Ármóti 8,27