Kristján Árni heimsmeistari í 250 metra skeiði ungmenna!

  • 8. ágúst 2025
  • Sjónvarp Fréttir

Heimsmeistarinn Kristján Árni og Krafla. Ljósmynd: Henk & Patty

Seinni tveir sprettirnir í 250 metra skeiði fóru fram á heimsmeistaramótinu í Sviss í 28 stiga hita og logni.

Að loknum fyrri sprettum var Kristján Árni og Krafla frá Syðri-Rauðalæk með góða forystu en þeirra besti tími fyrsta daginn var 22,38 sekúndur. Í viðtali við Eiðfaxa eftir þann dag sagðist hann ekki ætla að spila vörn í síðustu sprettunum og það gerði hann svo sannarlega ekki og hélt forystunni og vann að lokum á tímanum. Kristján Árni Birgisson og Krafla frá Syðri-Rauðalæk eru því heimsmeistarar í 250 metra skeiði ungmenna og vel að því kominn.

Í 250 metra skeiði ungmenna keppti einnig fyrir hönd Íslands Matthías Sigurðsson á Magneu frá Staðartungu og náðu þau best tímanum 24,49 sekúndum.

Loka niðurstaða í 250 metra skeiði ungmenna

# Knapi Hestur Tími
1 Kristján Árni Birgisson Krafla frá Syðri-Rauðalæk 22.38″
2 Tova Ivarsson Tinna från Raudhetta gård 22.76″
3 Freja Løvgreen Fjölvi fra Hedegaard 22.77″
4 Alicia Palm Ljúfa från Ekeholm 22.81″
5 Molly Eriksson Blikka frá Þóroddsstöðum 22.87″
6 Lilli Schneider Sproti vom Mönchhof 22.94″
7 Joséphine Williams Lér frá Valhöll 23.09″
8 Matthías Sigurðsson Magnea frá Staðartungu 24.49″

 

Nýjasta tölublað

Tengdar greinar