Kristján endurtók leikinn og er tvöfaldur heimsmeistari!

Kristján Árni Birgisson og Krafla frá Syðri-Rauðalæk halda áfram að standa sig frábærlega og lönduðu nú rétt í þessu heimsmeistaratitli í 100 metra skeiði ungmenna á tímanum 7,40. Í gærkvöldi unnu þau keppni í 250 metra skeiði og fara því heim með tvo heimsmeistaratitla. Kristján skákaði meðal annars Aliciu Palm frá Svíþjóð sem var ríkjandi heimsmeistara í greinni.
Matthías Sigurðsson og Magnea frá Staðartungu urðu í áttunda sæti í þessari grein á tímanum 7,91 sekúndu.
# | Knapi | Hestur | Tími |
1 | Kristján Árni Birgisson | Krafla frá Syðri-Rauðalæk | 7.40″ |
2 | Alicia Palm | Ljúfa från Ekeholm | 7.46″ |
3 | Joséphine Williams | Lér frá Valhöll | 7.53″ |
4 | Freja Løvgreen | Fjölvi fra Hedegaard | 7.65″ |
5 | Molly Eriksson | Blikka frá Þóroddsstöðum | 7.72″ |
6 | Tova Ivarsson | Tinna från Raudhetta gård | 7.73″ |
7 | Rebecca Hesselbjerg Taulborg | Tindra fra Kirstineholm | 7.78″ |
8 | Matthías Sigurðsson | Magnea frá Staðartungu | 7.91″ |
9 | Filippa Gram | Kristall frá Skagaströnd | 7.97″ |
10 | Lilli Schneider | Sproti vom Mönchhof | 8.03″ |