Kronshof skilaði flestum hrossum í fullnaðardóm á árinu

  • 10. nóvember 2021
  • Fréttir

Kronshof skilaði flestum hrossum í fullnaðardóm á árinu. Njála frá Kronshof var hæst dæmda hrossið á árinu hjá ræktunarbúinu en hún hlaut í einknn 8,39. Sýnandi er Frauke Schenzel. Mynd: Kronshof.com

Uppfærður listi !

Kronshof í Þýskalandi er það ræktunarbú sem skilaði flestum hrossum í fullnaðardóm á árinu, 16 talsins. Kronshof er staðsett í Þýskalandi en það eru systkinin Frauke og Stefan Schenzel sem reka búgarðinn. Kronshof var líka á toppi listans í fyrra en þá voru 15 hross sýnd frá búinu og voru þau jöfn hrossaræktarbúinu Feti sem sýndi þá líka 15 hross. Meðalaldur hrossanna er 5,8 ár og meðaltal aðaleinkunnar 8,03.

Berg, Fet og Steinnes koma á eftir Kronshof með 11 dæmd hross í ár. Ef horft er á þau bú sem skiluðu fleiri en fimm hrossum í dóm á árinu er Hlemmiskeið 3 með lægsta meðalaldurinn eða 4,2 ár en þau sýndu 6 hross í fullnaðardóm og meðaltal aðaleinkunnar er 7,78. Ræktendur á Hlemmiskeiði 3 eru Árni Svavarsson og Inga Birna Ingólfsdóttir.  Ræktunarbúið Rauðalækur er með hæstu aðaleinkunnina eða 8,20, meðalaldur er 5,9 ár og fjöldi dæmdra hrossa er átta. Ræktendur á Rauðalæk eru þau Guðmundur F. Björgvinsson og Eva Dyröy.

Listi með þeim ræktunarbúum sem sýndu fleiri en 5 hross í dóm á árinu

Listinn hefur verið uppfærður en Ketilsstaði / Syðri-Gegnishóla og Højgaarden vantaði á listann með 9 sýnd hross á árinu. Biðjum við ræktendur velvirðingar á þessu.

Byggt á efsta dómi hvers hests, út frá aðaleinkunn með skeiði
Land Uppruni Fjöldi fullnaðardæmdra hrossa Meðalaldur AE
DE Kronshof 16 5,8 8,03
IS Bergi 11 5,8 7,99
IS Feti 11 5,7 7,99
IS Steinnesi 11 5,4 7,87
IS Akranesi 10 6,3 7,92
IS Álfhólum 10 6,4 7,97
IS Hólaborg 9 5,5 7,97
DK Teland 9 6,1 7,89
IS Árbæjarhjáleigu II 8 6,3 7,91
IS Efri-Fitjum 8 6,3 8,16
IS Holtsmúla 1 8 7,2 7,99
IS Rauðalæk 8 5,9 8,20
IS Skáney 8 6,0 7,89
IS Skipaskaga 8 5,8 8,10
IS Þjóðólfshaga 1 8 7,2 8,08
IS Auðsholtshjáleigu 7 6,2 8,03
IS Austurkoti 7 6,8 8,04
IS Garðshorni á Þelamörk 7 5,0 8,18
IS Hjarðartúni 7 5,1 8,09
IS Hofi á Höfðaströnd 7 6,0 7,96
IS Hólum 7 5,4 8,03
IS Reykjavík 7 7,1 7,98
IS Strandarhöfði 7 5,6 8,16
IS Syðra-Kolugili 7 5,7 7,87
IS Varmalandi 7 6,7 7,87
IS Áskoti 6 6,0 7,84
IS Efsta-Seli 6 5,9 7,91
IS Flagbjarnarholti 6 6,5 8,02
IS Flekkudal 6 8,0 7,92
IS Hlemmiskeiði 3 6 4,2 7,78
IS Hofi 6 5,2 8,00
IS Hveragerði 6 7,0 7,78
DK Højgaarden 6 5,2 7,93
NO Jakobsgården 6 5,7 7,87
IS Kjarri 6 6,7 7,95
IS Lækjamóti II 6 5,3 8,06
IS Þúfum 6 5,3 8,11

Nýjasta tölublað

Tengdar greinar

<